Fjarðabyggð hefur nú óskað eftir tilnefningum frá íþróttafélögum á Íþróttamanneskju Fjarðabyggðar ásamt tilnefningu til Hvatningarverðlauna fyrir árið 2025.
Við hvetjum félagið ykkar til að taka þátt með því að tilnefna íþróttamanneskju úr ykkar röðum sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur, ástundun og góðan liðsanda.
Opið er fyrir tilnefningar til og með 5. desember.
Viðurkenningar og skilyrði
- Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar: Veitt íþróttamanneskju 16 ára eða eldri sem hefur náð framúrskarandi árangri.
- Hvatningarverðlaun: Veitt einum dreng og einni stúlku á aldrinum 13–15 ára sem hafa sýnt ástundun, árangur eða góða framkomu innan félags síns.
