Fara í efni
13.11.2025 Fréttir

Vel heppnað kaffispjall

Deildu

Í vikunni var boðið upp á opið kaffispjall á bókasöfnunum á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Fjöldi íbúa nýttu sér tækifærið til að koma við, fá sér kaffisopa og ræða málin við bæjarráð, bæjarstjóra og sviðstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs.

Umræðuefnin voru bæði fjölbreytt og áhugaverð – allt frá göngustígum, viðhaldi gatna, skógrækt, yfir í hundagerði og almennt um þjónustu sveitarfélagsins. Svona spjall skiptir miklu máli og hjálpar okkur að þróa starfsemina og þjónustuna í takt við þarfir íbúa.

Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir áhugavert og uppbyggilegt spjall. Opið og heiðarlegt samtal er ein besta leiðin til að efla tengsl íbúa og sveitarfélagsins.

Næsta kaffispjall er á dagskrá innan skamms. Við verðum á Norðfirði mánudaginn 17. nóvember á bókasafninu kl. 17:30–18:30. Þá verður kaffispjall í Grunnskólanum á Stöðvarfirði þriðjudaginn 18. nóvember kl. 16:30–17:30 og að lokum í grunnskólanum á Breiðdalsvík kl. 18:00–19:00 sama dag.

Við hlökkum til að hitta ykkur!