Fara í efni
02.12.2025

Rithöfundalestin stoppaði í Fjarðabyggð

Deildu

Helgina 7.-9. nóvember heimsótti Rithöfundalestin staði víða um Fjarðabyggð. Upplestrar voru haldnir í Safnahúsinu í Neskaupstað og í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík í samstarfi við Breiðdalssetur. Einnig heimsóttu rithöfundar skóla og dvalarheimili.

Höfundarnir í ár voru:

 Ásgeir Hvítaskáld, Saklaust blóð í snjó

 Nína Ólafsdóttir, Þú sem ert á jörðu

 Óskar Þór Halldórsson, Akureyrarveikina

 Gunnar Helgason, Birtingur og símabannið mikla

Í Safnahúsinu var einnig séstakur barna- og ungmennaupplestur þar sem Reyðfirðingurinn Særún Hlín Laufeyjardóttir las upp úr bók sinni 24 dagar til jóla, ásamt Gunnari Helgasyni og Ásu Hlín Benediktsdóttur.

Á föstudeginum skiptu höfundarnir sér í tvo hópa. Annar hópurinn heimsótti Breiðablik, Hulduhlíð og Uppsali, en Gunnar Helgason heimsótti grunnskólana á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði.

Rithöfundalestin í ár heppnaðist gríðarlega vel og Menningarstofa færir  höfundunum og öðrum samstarfsaðilum kærar þakkir fyrir vel heppnað verkefni.

Rithöfundalestin er samstarfsverkefni Skriðuklaustur, Skaftfell Art Center, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarsviðs Sveitarfélagið Múlaþing og menningar- og atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps.

Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Síldarvinnslunnar, Alcoa, Atlantsolíu, Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað, Bílaleigu Akureyrar, Gistihússins á Egilsstöðum sem og bókaforlaganna Forlagsins, Svarfdælasýsls og Frjáls orðs.