Nemendur Eskifjarðarskóla hafa synt af krafti í nóvember! Í fjórum sundtímum var skráð hversu langt hver hópur og hver nemandi synti, og reiknað út meðaltal fyrir hvern bekk. Markmið áskorunarinnar er að ná 100 kílómetrum samtals, og nú þegar hafa krakkarnir synt 36 kílómetra og 800 metra. Sem er frábær árangur þar sem mánuðurinn er rétt hálfnaður.
Árangur bekkjanna sýnir að allir leggja sig í verkefnið. Nemendur í fimmta bekk hafa synt um 8.475 metrum, sjötti. bekkur hefur synt alls 6.400 metra, sjöundi bekkur hefur synt 5.225 metrar, áttundi bekkur hafa nemendur synt 2.400 metra, níundi bekkur hefur synt 8.500 metra og tíundi bekkur hefur synt 5.800 metra.
Samstilltur kraftur allra bekkja hefur þannig skilað metnaði og miklu keppnisskapi í lauginni – og 100 kílómetra markmiðið nálgast óðum. Þetta stefnir í að verða glæsilegur endasprettur hjá nemendum Eskifjarðarskóla.
Áfram krakkar – og áfram Eskifjarðarskóli!
