Fjarðabyggð framkvæmum nú þarfagreiningu á húsnæðisuppbyggingu fyrir íbúa 60 ára og eldri. Markmiðið er að tryggja að framtíðarskipulag og þjónusta endurspegli raunverulegar þarfir hópsins.
Til að ná þessu markmiði biðjum við íbúa 60+ að taka þátt í einni stuttri könnun sem tekur aðeins um 5 mínútur.
Af hverju er þetta mikilvægt?
Fjölgun eldri borgara:
Hlutfall fólks yfir 60 ára er að aukast verulega – sem kallar á aðlögun húsnæðis og þjónustu.
Ólíkar þarfir:
Aldurshópurinn 60+ er fjölbreyttur og markmiðið með könnuninni er að greina hvaða úrræði og aðstæður henta mismunandi hópum best.
Aðgengi og öryggi:
Við viljum tryggja húsnæði sem er öruggt, aðgengilegt og hannað með þarfir eldra fólks í huga.
Lífsgæði og þátttaka:
Markmiðið er að skapa umhverfi sem styður við félagslega virkni, vellíðan og daglegt líf – og þið vitið best hvað skiptir máli.
Skynsamleg nýting fjármuna:
Markmiðið er einnig að forgangsraða fjármagni á réttum stöðum og koma í veg fyrir framkvæmdir sem ekki mæta raunverulegum þörfum.
Markmið verkefnisins
- Að uppbygging sé í takt við lýðfræðilega þróun.
- Að skapa fjölbreytt búsetuúrræði sem styðja sjálfstæði og öryggi.
- Að efla lífsgæði eldra fólks með góðri hönnun og nálægð við þjónustu.
- Að nýta landrými og fjármagn sem best í samræmi við raunverulegar þarfir.
Takið þátt – ein könnun, 5 mínútur, mikil áhrif
Við hvetjum alla íbúa 60 ára og eldri til að taka þátt.
Könnunin tekur örfáar mínútur en hefur áhrif til margra ára.
Hlekk á könnunina má nálgast hér:
