Nokkrir nemendur Tónlistarskóla Fjarðabyggðar komu og léku fyrir gestina og endaði heimsóknin í Neskaupstað á því að kennarar og nemendur spiluðu nokkur lög saman. Þaðan var haldið í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði og aðstaðan skoðuð og starfsemin kynnt. Því næst lá leið hópsins í Tónlistarskólann á Fáskrúðsfirði þar sem aðstaðan var skoðuð og umræður sköpuðust um faglegt starf tónlistarskóla almennt.
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði var meðal viðkomustaða og þar tók á móti okkur starfsfólk hennar og leiddi hópinn um húsið og sýndi hvaða starfsemi er í gangi þar en hún er býsna fjölbreytt. Vinny Wood upptökustjóri í Stúdíó Síló tók á móti hópnum og sagði frá uppbyggingunni og starfsemi upptökuversins. Þar hitti hópurinn líka hljómsveitina BSÍ sem var við upptökur.
Dagurinn endaði með sameiginlegum kvöldverði á kaffihúsinu Hamri á Breiðdalsvík.