Foreldrum var boðið í heimsókn í leikskólann á milli 15 og 16 til að taka þátt í starfi leikskólans. Veðrið var hins vegar svo gott að ákveðið var að taka á móti foreldrum úti, þar sem tónlist var spiluð, ásamt því að börnin voru með krítar, sandkassadót og vatnsmálningu sem hægt var að dunda sér við. Skemmtilegur endir á góðum afmælisdegi og þökkum við foreldrum kærlega fyrir frábæra þátttöku.
27.09.2024
Vel heppnaður afmælisdagur á leikskólanum Eyrarvöllum
