Um er að ræða eftirfarandi stig vegna snjóflóðahættu:
- A: varað er við snjóflóðahættu á næstu klukkustundum.
- B: lýst yfir óvissustigi, sem þýðir að snjóflóðahætta er viðvarandi og vegfarendur hvattir til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.
- C: lýst yfir hættustigi, veginum lokað.
- D: hættustigi aflýst og vegurinn opinn.
Vegfarendur sem vilja skrá sig á SMS-listann er bent á að senda ábendingu inn á vegagerdin.is þar sem taka þarf fram nafn og gsm númer. Einnig er hægt að hafa samband við upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777, eða senda tölvupóst á netfangið umferd@vegagerdin.is.