Fjarðabyggð mun halda áfram með skapandi sumarstörf árið 2025. Opnað verður fyrir umsóknir í Mars svo fylgist með Menningarstofu á samfélagsmiðlum og heimasíðu Fjarðabyggðar fyrir tilkynningar um umsóknarferlið í ár.
Skapandi sumarstörf eru hugsuð fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélagið lífi með listrænum og skapandi uppákomum. Skapandi sumarstörf eru fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á skapandi verkefnum og vill vinna við myndlist og gjörninga, leiklist/sviðslist, skriftir, ljósmyndun, tónlist og kvikmyndagerð sem og ýmislegt annað sem tengist listum og menningu í Fjarðabyggð.