Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.
Nemendur á leikskólum Fjarðabyggðar eru með árlega myndlistasýningu í Fjarðabyggð. Myndir eftir nemendur leikskólanna prýða þá veggi í fyrirtækjum og stofnunum Fjarðabyggðar. Bökuð var kaka í nónhressingu og var foreldrum boðið að koma og taka þátt í starfinu af því tilefni.
Sökum veðurs riðlaðist aðeins dagskráin og hún færð yfir á föstudag.