Þá næst hófst formleg dagskrá. Það voru leikir í íþróttasalnum og svo hafið brenniboltamót þar sem liðið Baldur blái bar sigur úr býtum og hlaut vænlegan vinning frá Kaffi Kósý.
Í gömlu ræktinni var annarsvegar boðið upp á rólegra andrúmsloft með borðspilum og tónlist en hinsvegar Nerfbyssu einvígi. Eftir skipulagða dagskrá var frjálst í húsinu þar sem einhverjir héldu áfram leikjum í íþróttasalnum, sumir fóru út í fótbolta á gervigrasvellinum við Grunnskóla Reyðarfjarðar og svo bauðst ungmennum forskráning á SamFestinginn sem er árlegur viðburður á vegum Samfés í Reykjavík. Ungmennaráð Fjarðabyggðar var síðan með yfirumsjón með sjoppu á viðburðinum en ágóði hennar fer upp í afþreyingu á komandi opnunum.
Opnunin tókst vel til að mati allra sem að komu og virtust ungmennin spennt fyrir frekari opnunum í framhaldi af þessari.