Fara í efni
22.01.2025 Fréttir

Bæjarráð lækkar gjald vegna skráningardaga

Deildu

Bæjarráð samþykkti að gjald fyrir hvern skráningardag verði lækkað úr 5.000 kr. í 3.000 kr.
Bæjarráð vill jafnframt undirstrika mikilvægi þess að foreldrar nýti sér skráningardagafyrirkomulag.

Markmiðið með skráningardögum er að auka sveigjanleikann í leikskólunum þannig að starfsfólk geti í meira mæli nýtt orlofsdaga sína eða tekið út styttingu vinnuvikunnar. Allir skráningardagar munu birtast í skóladagatölum leikskólanna ár hvert.
Jafnframt felur bæjarráð fjölskyldunefnd að endurskoða reglur um frístundastyrk með það að markmiði að styrkurinn taki einnig tillit til íþrótta- og tómstundastarfs barna á leikskólaaldri, enda sé mikilvægt að tryggja börnum sem víðtækasta þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi.