Sjóminjasafn Austurlands í samstarfi við Menningarstofu Fjarðabyggðar fékk 2.500.000 krónur í styrk fyrir verkefnið
Undirbúningur á samhæfingu safna og sýninga í Fjarðabyggð 2025–2030
Vinna við verkefnið er nú þegar hafin og er stefnt að því að henni ljúki um næstu áramót. Þá verður kominn grundvöllur fyrir frekari samhæfingu og sókn safnanna.
Menningarstofa Fjarðabyggðar þakkar Safnaráði og aðstandendum fyrir velheppnaða athöfn og hlakkar til þess að vinna áfram að eflingu safnastarfs í sveitarfélaginu.

