Fara í efni
08.02.2025 Fréttir

Hreinsunarstarf á Stöðvarfirði gengur vel

Deildu

Þá voru ráðgjafar fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar ásamt fulltrúa Rauða Krossins með viðveru í Balaborg á Stöðvarfirði í gær, og ræddu við þá gesti sem þangað mættu.

Vakin er athygli á því að gámavöllurinn á Stöðvarfirði verður opin í dag, laugardaginn 8. Febrúar frá kl. 10 - 16, og eru íbúar hvattir til að nýta sér það til að losna við rusl sem enn má víða finna í görðum og við hús.

Ljóst er að umtalsvert eignatjón hefur orðið víða og eru íbúar hvattir til að tilkynna allt tjón til sín tryggingafélags.

Fjarðabyggð vill að lokum koma á framfæri þakklæti til íbúa, starfsmanna, verktaka og viðbragðsaðila sem hafa komið að vinnu á Stöðvarfirði síðustu daga.