Veðrið gengur yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum og er fólk hvatt til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar http://www.vedur.is. Auk þess er hægt að fylgjast með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar http://www.umferdin.is.
Veðrinu sem er spáð getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum og getur valdið tjóni. Einnig getur það haft mikil áhrif á þjónustu, innviði og samgöngur á landi og lofti. Í ljósi þessarar stöðu hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa öllu skólahaldi jafnt í leik-, grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar fimmtudaginn 6. febrúar og fólk er hvatt til að halda sig heima eigi það þess nokkurn kost. Þá er afar mikilvægt að fólk komi lausamunum sem geta fokið í skjól. Að auki falla niður allar almenningssamgöngur, bókasöfn og íþróttamiðstöðvar verða einnig lokuð. Móttökustöðvar Fjarðabyggðar opna ekki í dag, miðvikudag og verða einnig lokaðar á morgun.
Bátaeigendur eru beðnir um að ganga í skugga um að bátar þeirra séu kyrfilega bundnir og gengið frá öðrum lausamunum hvort sem það er í uppsátri eða höfnum.