Ferðin fór fram föstudaginn 12. september 2025 þegar 33 nemendur og starfsfólk skólans héldu af stað með rútu til Seyðisfjarðar. Brottför var kl. 08:10 og heimkoma síðdegis.
Fjölbreytt dagskrá
Á Seyðisfirði tók við fræðandi og skapandi dagskrá sem stóð í rúma þrjá tíma með hádegispásu, þar sem nemendur fengu leiðsögn um sýninguna „Kjarval á Austurland" og nemendur fræddust um tengsl listamannsins við Austurland. Boðið var uppá listasmiðju þar sem nemendur fengu að skoða haustlitina í náttúrunni og litanotkun Kjarvals í verkum hans. Að lokum fengu nemendur leiðsögn um Tækniminjasafnið bæði úti og inni, þar sem ferðinni lauk á skemmtilegum spurningaleik.
Ferðin heppnaðist afar vel og var bæði skemmtileg og lærdómsrík, þar sem list, náttúra og saga fléttuðust saman í einstaka upplifun.