Nemendur í Grunnskólanum á Reyðarfirði, tóku þátt í átakinu og af því tilefni var tekin ein vika í september þar sem nemendurnir skráðu hverjir gengu eða hjóluðu í skólann.

Það var svo áttundi bekkur G sem sigruðu að þessu sinni. Nemendurnir fengu gullskóinn og ávaxtakörfu í verðlaun. Í kjölfarið á verðlaunaafhendingunni fór allur skólinn í dýnubolta og skapaðist mikil stemming og gleði á meðal nemenda.