Nú á haustönn eru hvorki meira né minna en þrjú hundruð nemendur skráðir í tónlistarnám við Tónlistarskóla Fjarðabyggðar. Lang flestir nemendur eru á grunnskólaaldri. Það er virkilega gaman að sjá hvað aðsókn að námi í Tónlistarskólann er mikil og stöðug. Í Tónlistarskólanum er mikil gróska og stöðugt verið að leita leiða til að nemendur geti tekið þátt í ýmiskonar samspili sem eflir áhuga og framfarir.
19.09.2025
Þrjúhundruð nemendur skráðir í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar
