Fara í efni
07.10.2025 Fréttir

Starfsfólk sótti námskeið í hugmyndafræðinni Merki um öryggi (Signs of Safety)

Deildu

Starfsfólk félagsþjónustu og barnaverndar í Fjarðabyggð tóku nýverið þátt í námskeiði á Akureyri um hugmyndafræðina Merki um öryggi (Signs of Safety), sem er nú til innleiðingar á landsvísu í barnaverndarþjónustu. Kennarar á námskeiðinu voru þær Haley Muir og Ophelia Mac. Með framkvæmdaáætlun ríkisins á sviði barnaverndar fyrir Erum við aárin 2023–2027 voru samþykktar umfangsmiklar úrbætur á þjónustu við börn, og er Merki um öryggi eitt af þeim verkefnum sem stjórnvöld settu í forgang. Aðferðin var þróuð í Ástralíu á tíunda áratugnum og hefur á undanförnum árum verið tekin upp í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við.

Hugmyndafræðin er gagnreynd og byggir á samræmdu verklagi og verkfærum til að efla samstarf við börn, foreldra og tengslanet þeirra á öllum stigum máls. Lögð er sérstök áhersla á öryggi barnsins, auk þess sem aðferðin stuðlar að skýrari og markvissri vinnu í barnavernd og félagsþjónustu.

Innleiðingin á Íslandi er leidd af Barna- og fjölskyldustofu (BOFS), sem hefur undirbúið hana frá árinu 2024. Formleg innleiðing hófst haustið 2025 með námskeiðahaldi og handleiðslu fagfólks.

Þátttaka starfsmanna í þessu námskeiði er mikilvægt skref í að efla gæði þjónustu, tryggja öryggi barna og stuðla að varanlegum lausnum fyrir fjölskyldur í samfélaginu.