Fara í efni
25.07.2025 Fréttir

Báturinn Rex kominn til Fáskrúðsfjarðar

Deildu

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri og Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri Fjarðabyggðarhafna áttu fund með Guðmundi Guðlaugssyni og syni hans Birni Þór Guðmundssyni. Guðmundur hefur síðastliðin tvö ár verið að gera upp bátinn Rex sem nú stendur í tjörninni við Búðargrund. Þess má geta að Guðmundur gaf alla sína vinnu við verkið og fenginn var styrkur frá Fjarðabyggðarhöfnum til efniskaupa og flutning.

Björn Þór Guðmundsson, Guðmundur Guðlaugsson, Jóna Árný og Birgitta Rúnarsdóttir.

Það var Einar Sigurðsson, skipasmiður sem byggði bátinn árið 1964 en Einar starfaði á Fáskrúðsfirði nánast alla sína starfsævi og byggði mörg skip og báta. 
Rex verður formlega afhentur Fáskrúðsfirðingum kl. 19:30 laugardaginn 19. júlí við Rex.