Fara í efni
29.12.2025 Menning, Skólar

Jólasmásagnakeppni grunnskólanna

Deildu

Í desember var jólasmásagnarkeppni á vegum Menningarstofu Fjarðabyggðar í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð. Þátttakan var góð og margar skemmtilegar sögur frá nemendum á öllum aldri. Alls bárust rúmlega 50 sögur. 
Þann 19. desember voru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi sögur í fjórum aldurshópum.


Vinningshafar voru eftirfarandi:


Smákökudeildin ( 1. bekkur) - þátttakendur voru þrír í ár og fengu allir þátttöku verðlaun.
Jólamýs: Gunnhildur Eydís Andrésdóttir - Eskifjarðarskóli
Sveinki týnist um jólin: Hrafn Leví Beck - Grunnskóli Reyðarfjarðar
Jólaballið: Vala Dröfn Jónsdóttir - Grunnskóli Reyðarfjarðar

Jóna Árný Þórðardóttir afhendir Vigni Freyr úr Eskifjarðaskóla viðurkenningu


Yngsta stig (2. - 4. bekkur)


Markús og jólin: Salka Dröfn Víkingsdóttur - 4. GS Nesskóla


Miðstig (5. - 7. bekkur)


Jólaævintýri Láru og Magnúsar: Vignir Freyr Valgeirsson - 7.b Eskifjarðarskóla


Elsta stig (8. - 10. bekkur)

Jóna Árný afhendir Brynhildi Klöru úr Eskifjarðaskóla viðurkenningu.


Jóladraumurinn: Brynhildur Klara Valbjörnsdóttir - 8.b Eskifjarðarskóli 
 

Sögurnar verða birtar á Facebook síðu Menningarstofu á næstu dögum. 
Við viljum óska öllum þeim sem höfðu hugrekki að senda inn sögur innilega til hamingju og þeir mega sannarlega vera stoltir af sjálfum sér. Við hvetjum alla nemendur að taka aftur þátt að ári og að fylgjast með viðburðum Menningarstofu á nýja árinu þar sem við erum alltaf að bralla eitthvað!