Samskipti og upplýsingamiðlun
Starfsmenn Fjarðabyggðar eru hluti af liðsheild sem hefur að meginmarkmiði að veita íbúum sveitarfélagsins góða þjónustu. Þeim ber jafnframt að rækja trúnað gagnvart sveitarfélaginu og gæta að orðspori þess í framkomu sinni og umtali. Starfsfólki er uppálagt að veita stuðning og hvatningu á vinnustað og forðast baktal og neikvæða umræðu.
Fjarðabyggð leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í innbyrðis samskiptum starfsmanna og lausnarmiðaða starfshætti. Einelti og áreiti er ekki liðið á vinnustöðum sveitarfélagsins. Þá ber stjórnendum að stuðla að góðu upplýsingaflæði við starfsfólk, bæði að eigin frumkvæði og í samráði við starfsfólk sitt með t.a.m. reglubundnum starfsmannafundum.
Ábendingar og kvartanir
Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggða í síma 470 9092
Yfirstjórn
Bæjarritari, sími 470 9062, gunnar.jonsson@fjardabyggd.is