mobile navigation trigger mobile search trigger

Starfslokaferli

Hjá sveitarfélaginu er lögð áhersla á að vel sé staðið að starfslokum starfsmanna sem láta af störfum, þó að misjafnar ástæður geti búið að baki. Næsti yfirmaður starfsmanns undirbýr starfslok með góðum fyrirvara. Starfsfólk skal láta af störfum ekki síðar en síðasta dag þess mánaðar sem viðkomandi verður sjötugur.

Mikilvægt er að vel sé staðið að starfslokum af hálfu vinnuveitanda og ber yfirmönnum hjá sveitarfélaginu að vanda til slíkra verka, allt eftir tilefni. Þá er einnig lögð áhersla á að aðilar skilji af virðingu og í sátt. Næsta yfirmanni ber jafnframt að leita eftir starfslokaviðtali, m.a. svo að greina megi ástæðu starfsloka. 

Ábendingar og kvartanir

Forstöðumaður stjórnsýslu, sími 470 9093, thordur.vilberg@fjardabyggd.is

Yfirstjórn

Bæjarritari, sími 470 9062, gunnar.jonsson@fjardabyggd.is