mobile navigation trigger mobile search trigger

Ráðningarferli

Reglum Fjarðabyggðar um ráðningarferli er ætlað að tryggja fagleg vinnubrögð og gagnsæ með tilliti til réttinda umsækjenda í samræmi við lög og góðar stjórnsýsluvenjur. Leggja skal tíma og vinnu í að greina menntunar- og hæfniskröfur fyrir viðkomandi starf. Viðtöl skulu byggð á spurningum sem sagt geta til um árangur umsækjanda í starfi og styðjast skal við aðferðir sem skila samanburðarhæfum matsniðurstöðum á milli umsækjenda.

Þá tilgreina reglur um ráðningarferli hvernig undirbúningi ráðningu starfsmanns skuli háttað, hvernig auglýsa skuli störf sem laus eru til umsóknar hjá sveitarfélaginu og hvernig frumvinnsla umsókna fer fram. Einnig er viðtölum við umsækjendur gerð skil, úrvinnslu þeirra og mat á hæfni. Að þessu faglega ferli loknu skal bjóða þeim umsækjanda starfið sem kemur heilt yfir, best út. Yfirumsjón með ráðningum hefur stjórnsýslu- og þjónustusvið Fjarðabyggðar.

Ábendingar og kvartanir

Forstöðumaður stjórnsýslu, sími 470 9093, thordur.vilberg@fjardabyggd.is

Yfirstjórn

Bæjarritari, sími 470 9062, gunnar.jonsson@fjardabyggd.is