mobile navigation trigger mobile search trigger

Útboðsverk á vegum Fjarðabyggðar

Sem opinberum aðila ber sveitarfélaginu Fjarðabyggð að leita tilboða vegna verkframkvæmda sem uppfylla útboðsskyldu laga. Einnig eru í gildi innan Evrópska efnahagssvæðisins viðmiðunarfjárhæðir fyrir útboðsskyldar verkframkvæmdir. Nálgast má upplýsingar um lögboðnar viðmiðunarfjarhæðir og tilboðsfresti útboðsskyldra verka á vef Ríkiskaupa.

Auk gildandi laga, lúta þjónustukaup á vegum sveitarfélagsins innkaupareglum Fjarðabyggðar. Meginreglan er sú vegna verkframkvæmda að leita skuli tilboða ef áætluð samningsfjárhæð nemur 30. millj. kr. eða meira að meðtöldum virðisaukaskatti. Nemi áætluð samningsupphæð 4-30 millj. kr. að virðisaukaskatti meðtöldum skal gera formlega verðfyrirspurn.

Stærstu útboðsverk á vegum Fjarðabyggðar eru jafnan vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir, hafna eða veitukerfa. Bæjarráð gerir tillögur um viðmiðunarreglur sveitarfélagsins til bæjarstjórnar.

Tilkynningar vegna útboða

Ábendingar og kvartanir

Fjármálastjóri Fjarðabyggðar,
fjarmalastjori@fjardabyggd.is,
470 9000.

Yfirstjórn

Viðkomandi sviðsstjórar

Tengd skjöl