Eskifjarðarhöfn
Eskifjarðarhöfn er stór fiski- og vöruflutningahöfn. Fimm menginbryggjur eru á Eskifirði auk smábátahafnar eða Frystihúsbryggjan, Hafskipabryggjan, Netagerðarbryggjan, Bræðslubryggjan og Olíubryggjan. Þeirra stærst er Hafskipabryggjan og eru á henni þrír viðlegukantar. Sá lengsti þeirra er 135 metra langur og er dýpi við hann 10 metrar. Fjarðabyggðarhafnir taka á móti skemmtiferðaskipum í Eskifjarðarhöfn og leggjast þau að Hafskipabryggjunni. Móttökusvæði er girt af með hafnarverndargirðingu og er hægt að hafa eftirlit með allri umferð um svæðið. Ferðamenn fara um móttökuhús en akandi umferð um bílahlið. Starfræktur er fiskmarkaður á Eskifirði sem þjónustað hefur báta sem þar hafa landað. Landaður afli hefur á undanförnum áratug numið liðlega 85.000 tonnum á ári að jafnaði. Skipakomur til hafnarinnar hafa verið um 250 talsins á ári þegar mest lætur. Heildarlengd bryggjukanta er 756 metrar, þar af er 130 metra kantur með 10 dýpi. Annars er dýpi 7 til 8 metrar við flesta viðlegukanta.