Smábátahafnir
Smábátahafnir eru snar þáttur í mannlífi Fjarðabyggðar og mikil prýði í hverjum bæjarkjarna sveitarfélagsins. Í höfnunum eru flotbryggjur, ýmist úr timbri eða steyptum einingum.
Undanfarin ár hefur verið unnið að því að bæta umhverfi hafnanna, endurnýja floteiningar og fjölga viðleguplássum. Stefnt er að áframhald verði á þessu verkefni næstu ár.