mobile navigation trigger mobile search trigger

Undanþágur frá hafnsögu

Öll skip lengri en 100 m, að undanskildum innlendum fiskiskipum, og öll skip sem flytja hættulegan varning, skulu taka hafnsögumann við komu, brottför og siglingu um hafnasvæði. Hafnarstjórn Fjarðabyggðar er heimilt að veita skipstjóra skips sem skylt er að lúti hafnsögu undanþágu.

Slík undanþága skuldbindur viðkomandi skipstjóra til að hafa náið talstöðvarsamband við hafnsögumenn og hlíta í einu og öllu fyrirmælum þeirra, ella má svipta hann undanþágunni fyrirvaralaust.  Undanþágan er bundin því að veður og aðrar aðstæður við tilteknar hafnir séu í góðu lagi enda hafi skipstjóri alltaf samband við hafnarvörð eða yfirhafnsögumann sem upplýsa hann um aðstæður hverju sinni.  Ef vindur fer yfir 18 m/s gildir undanþágan ekki og skipstjóri skal þiggja þjónustu hafnsögumanns.

Skilyrði undanþágu

Skilyrði undanþágu eru að skipstjóri hafi siglt viðkomandi skipi í það minnsta fimm sinnum til hafnarinnar, ekkert verið athugavert við þær siglingar og að skipstjóri sé kunnugur staðháttum. Þá er hafnarstjórn heimilt að veita undanþágu frá hafnsöguskyldu ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi.

Skilyrðing undanþágu

Undanþágan gildir einungis til siglinga í þá höfn/þær hafnir sem viðkomandi hefur í það minnsta fimm sinnum stýrt skipi sínu og fellur sjálfkrafa niður ef viðkomandi hefur ekki siglt í viðkomandi höfn í sex mánuði.

Hafnaryfirvöld geta fellt undanþágu þessa úr gildi fyrirvaralaust ef í ljós koma einhverjir vankantar á framkvæmd eða vanræksla að hálfu skipstjóra eða áhafnar, eða ef breytingar verða á vinnureglum hafnarinnar um veitingu undanþága frá hafnsöguskyldu. Nánari upplýsingar veitir hafnarstjóri í síma 470 9000.

Ábendingar og kvartanir

Hafnarstjóri, 
hafnarstjori@fjardabyggd.is
sími 470 9000.

Yfirstjórn

Hafnarstjóri, 
hafnarstjori@fjardabyggd.is
sími 470 9000.

Tengd skjöl