Sjómannadagurinn er sunnudaginn 1. júní og honum verður fagnað með fjölbreyttum hætti í Neskaupstað og á Eskifirði um helgina. Dagskráin hefst í Neskaupstað á miðvikudaginn og fimmtudaginn á Eskifirði. Boðið verður upp á siglingar, skemmtidagskrár, dorgveiðikeppni og margt fleira.
26.05.2025
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð sendir sjómönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum hátíðarkveðjur í tilefni dagsins og hvetur íbúa til að koma saman og gera sér glaðan dag um sjómannadagshelgina.
Dagskrá sjómannadagsins í Fjarðabyggð
Neskaupstaður
Miðvikudagur 28. maí
- 20:30 Þjófstart: Krem spilar R.E.M í Tónspili , aðgangseyrir rennur óskiptur til Brján.
Fimmtudagurinn 29. maí
- 14:00 Beituskúrinn opinn
- 21:00-23:00 Júlíus Óli í Beituskúrnum
Föstudagur 30. maí
- 10:00 Miðbærinn skreyttur og fánar dregnir að húni
- 11:45-14:00 Hádegishlaðborð á Hildibrand
- 14:00-18:00 Við erum að reyna okkar besta - Listasýning í Beituskúrnum
- 14:00-03:00 Beituskúrinn í fullri drift.
- 21:00-23:00 Hr. Eydís og Erna Hrönn með 80´s tónleika í Egilsbúð, aðgangseyrir 5900 kr.
- 23:00- DJ Nonni Claessen, í Beituskúrnum
Laugardagur 31. maí
- kl.10:00-12:00 Hópsigling Norðfirska flotans – allir velkomnir - talsamband á rás 12.
- kl.12:00 „Bröns“ í Beituskúrnum
- kl.14:00 KFA/Þróttur Vogum á SÚN vellinum
- kl.14:00 Kappróður – Hoppikastalar á bryggjunni – Andlitsmálun
- kl.17:00-18:00 Krakkaball í Egilsbúð frá 17-18 Færibandið og Ágúst úr Söngvakeppninni (Frítt inn)
- kl.17:00-19:00 Vígsla á viðbyggingu Múlans, léttar veitingar, allir velkomnir
- kl.19:00- Hátíðarkvöldverður sjómanna á Hildibrand, skráning á hildibrand@hildibrand.is
- kl.23.00-02:00 Dansleikur í Egilsbúð frá 23-02 Færibandið og Ágúst 4000 kr inn og allur aðgangseyrir rennur beint til beztu björgunarsveitar landins, Gerpis.
Sunnudagur 1. júní
- 09:00 Skip og bátar draga íslenska fánann að húni –bæjarbúar flaggi sem víðast
- 09:00 Formleg enduropnun kaffihússins Nesbæjar
- 10:00 Sjómannadagsmót GN og Gjögurs á Norðfjarðarvelli
- 11:00 Dorgveiðikeppni 12 ára og yngri á Bæjarbryggjunni - pylsur að hætti Jóns Gunnars í boði SVN. Þáttakendur skulu vera í björgunarvestum og mæta vel fyrir tímann.
- 12:15 Barnadagskrá í Egilsbúð að lokinni dorgveiði, Júlí Heiðar og Dísa.
- 14:00 Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju, heiðrun sjómanna
Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson þjónar fyrir altari, Kór Norðfjarðarkirkju syngur undir stjórn Kaido Tani. Andri Snær flytur harmonikkutóna. Að messu lokinni verður blómsveigur lagður að minningarreit um óþekkta sjómanninn.
- 14:30 -18:00 Kaffisala Gerpis að Nesi Allur ágóði rennur til björgunarstarfa sveitarinnar.
- 15:30 Glens og gaman við sundlaugina:
- Reiptog, koddaslagur og fleira, skráning hjá Dóra Sturlu. 8683513.
- Verðlaunaafhendingar.
Eskifjörður
Fimmtudagur 29. maí
- Fjör á Eyrinni - Mjóeyri
- 16:00-18:30 Siglingaklúbbur Austurlands leyfir gestum að prufa kajaka, seglbáta og fl.
- Björgunarsveitin Brimrún verður með báta til að leyfa börnum að fara með ferð um fjörðinn
- Grillaðir Fossburgers handa öllum í boði Eskju
- Sjósund fyrir þá sem þora og heiti potturinn á eftir fyrir sundgarpana
- 21:00 PubQuiz í Randulfssjóhúsi - opið til 01:00
Föstudaguru 30. maí
- Randulffssjóhús opnar fyrir sumarið kl 18:00
- 18:00-20:00 Sundlaugadiskó og froðupartý í sundlauginni
- (Allir að mæta með góða skapið, uppblásnu dýnurnar og sólstólana)
- 21:00 Partybíngó Tony&Svens í Valhöll til 00:00 (panta þarf miða fyrirfram, sjá nánar á facebook síðu Partý Bingó Tony&Svens og Sjómannadagurinn á Eskfirði) húsið opnar 20:30
- 00:00-01:00 Andri Bergmann og Siggi Þorbergs, halda uppi fjörinu eftir bingó.
Laugardagur 31. maí
- 11:00 Dorgveiðikeppni á smábátahöfnin, verðlaun fyrir stærsta, ljótasta, furðulegasta fiskinn/hlutinn. (skylda er að vera í vesti og í fylgd með fullorðnum, vesti verða á staðnum)
- 11:30 og 13:00 Sigling á Jón Kjartanssyni (ath. tvær ferðar verða farnar)
- 13:00-17:00 Sjóminjasafnið opið, frítt inn
Dagskrá á Mjóeyri
- 14:30 Fjórðungskeppnin 2025, þrautakeppni og afþreying á Mjóeyri, þar sem hægt verður að fara í þrautabrautir, koddaslag, bardagahring, bubblubolta og fl.
- Nánari upplýsingar gefur Sara Atla
- 20:30 - 22:30 Heima í stofu tónleikar í garðinum hjá Valla og Elínu við hliðina á grunnskólanum í boði Steina og Bjarkar
- 20:30 - 21:30 Stefán Hilmars og Stefanía Svavarsdóttir
- 21:30 - 22:30 Andri Bergmann og Siggi Þorbergs - frítt inn í boði Eskju.
- 22:30 Valhöll opnar - tilboð á barnum til 00:00
- 00:00 – 03:00 Dansleikur með hljómsveit Jón Hilmars þar sem Stefán Hilmarsson og Stefánía Svavarsdóttir halda þér á dansgólfinu frameftir nóttu ** Frír aðgangur í boði Eskju **
Sunnudagur 1. júní
- 11:00 Sjómannamessa í Eskifjarðarkirkju Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir þjónar fyrir altari
- Karlakórinn Glaður syngur, undirleikari Kaido og einnig verður harmonikkuleikarinn Andri Snær
- 12:00 Athöfn við minnisvarðann um drukknaða sjómenn - Sjómaður heiðraður
- 12:00-15:00 Myndlistafélag Eskifjarðar verður með sýningu í aðstöðu sinni í ytri enda Valhallar
- 13:00-17:00 Sjóminjasafnið opið, frítt inn
- 13:00 – 17:00 Fjölskyldudagskrá á Eskju túninu, frítt í hoppukastala, Sveppi og Villi skemmta í boði Steina og Bjarkar
- 15:00 - 17:00 Slysavarnarfélagið verður með kaffiveitingar í Valhöll í boði Eskju
Sölutjöld velkomin alla helgina, hafið samband í gegnum facebook síðu Sjómannadagurinn á Eskifirði fyrir nánari upplýsingar.
Nánari upplýsingar um dagskrá verður kynnt hér á Facebook síðunni Sjómannadagsins
Styrktaraðilar Sjómannadagsins eru Eskja, Steini og Björk og Hafnarsjóður Fjarðabyggðar