mobile navigation trigger mobile search trigger
13.08.2025

Lærdómssamfélag um innra mat og gæðastarf í grunnskólum Fjarðabyggðar

Stjórnendur grunnskólanna í Fjarðabyggð hittust á vinnufundi á Reyðarfirði þann 12. ágúst, megináherslan var á innra mat og gæðastarf. Undurbúningur þessarar vinnu hófst í upphafi árs en næstu þrjú skólaár verður lögð áhersla á uppbyggingu lærdómssamfélags um innra mat og gæðastarf,  í samvinnu skólanna og innan hvers skóla.

Lærdómssamfélag um innra mat og gæðastarf í grunnskólum Fjarðabyggðar

Í hverjum grunnskóla mun í vetur starfa gæðaráð sem hittist vikulega, þar af verður einn fundur í mánuði sameiginlegur öllum skólunum. Ásgarður skólaráðgjöf veitir ráðgjöf í verkefninu.

Allir skólar sinna innra mati, í samræmi við lög og reglur, menntastefnu ríkis og sveitarfélags og stefnu hvers skóla.

Allt skólasamfélagið, er og þarf að vera þátttakandi í innra mati, það gerist meðal annars með þátttöku í könnunum, skólaþingi og umræðu um umbætur á skólastarfi. Skólaþing eru fyrirhuguð í öllum grunnskólunum 22. október, þar sem nemendur, forráðafólk og starfsfólk ræða skólastarfið.

Matið gengur út á að sjá hvort tekst að ná settum markmiðum í starfinu og gæðavinnan miðar að markvissum umbótum til að bæta skólastarfið. Til framtíðar er markmiðið að flétta innra matið betur inn í allt skólastarfið enda er það lykilþáttur í að tryggja gæði, markvissa þróun og ábyrgð í skólastarfi. 

Frétta og viðburðayfirlit