Vegna breytinga á sorpkerfi Fjarðabyggðar um næstu áramót mun þurfa að fresta losun á gráu tunnunni sem á að fara fram vikuna 1. – 5. desember um eina viku. Þá verða gráa og brúna tunnan tæmdar saman, vikuna 8. – 15. desember til að auðvelda starfsfólki breytingu á tunnum. Í sömu viku (8.-15. desember) verður tvískiptu tunnunum dreift til sérbýla. Athugið að dreifing tunna er háð veðri og ef frekari breyingar verða þá verður það kynnt sérstaklega.
Kerfin verða tvö, annars vegar hefbundið þriggja tunnu kerfi þar sem ein tunna er tvískipt fyrir almennt sorp og matvæli ásamt tunnu fyrir plast og annarri fyrir pappa,
Hinsvegar fjögurra tunnu kerfi þar sem tvískiptu tunnunni er skipt út og verður þá ein tunna fyrir matvæli, ein tunna fyrir almennt sorp, ein fyrir pappa og eins fyrir plast.
Fasteignaeigendur fara sjálfkrafa í þriggja tunnukerfi, en sækja þarf sérstaklega um að fá fjórðu tunnuna. Sótt er um fjórðu tunnuna inn á íbúagátt Fjarðabyggðar fyrir 7. desember.
Sorphirðugjald
Sorphirðugjald fyrir árið 2026 verður sem hér segir, fyrir þriggja tunnukerfi 89.232 kr. og fjögurra tunnukerfi 106.745 kr. inni í þeirri upphæð er fastagjald sem leggst á öll fastanúmer kr. 25.000.
Fjölbýli
Í fjölbýlum verða tunnur fyrir framangreinda fjóra flokka, fjöldi og stærð fara eftir fjölda íbúða. Gott væri að forsvarmenn húsfélaga setti sig í samband við sveitarfélagið fyrir merkingar á tunnum sem þar eru. Hægt er að hafa samband í gegnum fjardabyggd@fjardabyggd.is.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband í síma 470 9000, í gegnum netspjallið á fjardabyggd.is eða netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is
