Rauði krossinn, fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefnd Kvenfélagsins Nönnu, kaþólska kirkjan, Kvenfélag Reyðarfjarðar og Þjóðkirkjan hafa í mörg í ár átt samstarf um að styðja fjárhagslega við einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.
Rafmagnslaust verður á hluta Reyðarfjarðar þann 3.11.2025 frá kl 21:00 til kl 21:30 vegna nauðsynlegrar viðgerðar í dreifikerfinu. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Lokun á vatni í dag mánudaginn 27. nóvember frá kl 13:00 til um kl 16:00. Lokunin á við um
Hafnargata 12, 13, 7, 8, 8a Fáskrúðsfirði
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér
Í ár eru 50 ár liðin frá kvennaverkfalli árið 1975. Af því tilefni hafa samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar boðað til samstöðufunda víða um land og mun sameiginlegur samstöðufundur á Austurlandi að þessu sinni vera á Egilsstöðum.
Fjallskilastjóri í Fjarðabyggð biður þá sem verða varir við sauðfé á fjöllum, fjarri byggð eða á fáförnum svæðum að láta vita í síma 8448565 eða á netfangið thuridur@fjarðabyggd.is
Sýni sem Heilbrigðiseftirlit Austurlands tók af neysluvatni á Stöðvarfirði þriðjudaginn 7. september síðastliðinn eru að koma vel út í rannsókn. Ekki er því talin þörf á því lengur að íbúar þurfa að sjóða neysluvatn.
Vegna lagfæringa á malbiki við Hlíðargötu 10 - 12 verður sá hluti götunnar lokaður frá og með 7. október en áætlað er að lagfæringum ljúki 9. október.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
Frumniðurstöður fyrir sýni sem Heilbrigðiseftirlit Austurlands tók á Stöðvarfirði miðvikudaginn 1. október síðastliðin benda til þess að mengun hafi borist í vatnsbólið í kjölfar mikils vatnsveðurs undanfarna daga.
Vegna vinnu við vatnslagnir verður vatnslaust við eftirfarandi hús á Fáskrúðsfirði, Hafnargötu 7, 8, 8a, 13 og 15 í dag fimmtudaginn 2. október, frá klukkan 12:30 til 18:00.
Tilboð í úrgangsþjónustu Fjarðabyggðar 2026-2029 voru opnuð rafrænt föstudaginn 19. september kl 11:00 að viðstöddum fulltrúum Fjarðabyggðar og Eflu verkfræðistofu. Tilboð voru opnuð rafrænt á Ajour útboðsvef EFLU.
Á morgun miðvikudaginn 1. október mun starfsfólk Veitna gera prófanir á vatnskerfi á Stöðvarfirði frá klukkan 18:00 og fram til hádegis fimmtudaginn 2. október. Íbúar ættu ekki að verða fyrir neinum truflunum.
Því miður næst ekki að opna Stefánslaug í dag mánudag (29. september)vegna bilunnar í hreinsibúnaði. Viðgerð stendur yfir. Heiti pottar og ræktin eru þó opin.
Opnað verður um leið og viðgerð lýkur
Í dag sunnudaginn 28. september frá kl. 19:00 til 00:00 verður Hringveginum lokað við Eyri í sunnanverðum Fáskrúðsfirði þar sem gert verður við vatnsskemmdir sem orðið hafa á veginum. Opið verður fyrir umferð um Öxi (939) og Breiðdalsheiði (95).
Því miður tókst ekki að opna Stefánslaug í dag (sunnudag 28. september)vegna bilunnar í hreinsibúnaði. Viðgerð stendur yfir. Heiti pottar og ræktin eru þó opin.
Talsverðri úrkomu er spáð á sunnanverðum Austfjörðum. Gul veðurviðvörun tekur gildi frá kl. 18:00 á morgun. Úrkoma og hvassviðri. Búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni í lækjarfarvegum og undir bröttum hlíðum. Hugsanlegar samgöngutruflanir vegna þessa.
Stefánslaug og líkamsræktin á Norðfirði verður lokuð frá og með þriðjudeginum 23. september til og með föstudagsins 26. september vegna viðhalds. Við opnum svo aftur laugardaginn 27. september.
Niðurstöður eru komnar á sýnum sem að tekin voru á Stöðvarfirði þriðjudaginn 16. september og koma öll sýni vel út.
Íbúar þurfa því ekki að sjóða neysluvatn áfram.
Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar miðvikudaginn 17. september, fundurinn verður í gegnum fjarfundarkerfið Zoom og hefst hann kl. 16:00.
Af gefnu tilefni bendum við á að öll losun garðúrgangs er nú bönnuð við Teigagerði á Reyðarfirði. Verið er að hreinsa upp svæðið um þessar mundir. Við viljum benda íbúum á að innan við móttökustöð, Hjallanesi 8 er hægt að losa garðaúrgang allan sólarhringinn.
Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmtudaginn 8. maí, athygli er vakin á að fundurinn er haldinn í Frystihúsinu í Breiðdal og hefst hann kl. 17:30