Fara í efni

Tilkynningar

03.10.2025

Íbúar Stöðvarfjarðar ráðlagt að sjóða vatn

Frumniðurstöður fyrir sýni sem Heilbrigðiseftirlit Austurlands tók á Stöðvarfirði miðvikudaginn 1. október síðastliðin benda til þess að mengun hafi borist í vatnsbólið í kjölfar mikils vatnsveðurs undanfarna daga.
03.10.2025

Vatnslaust við Ekrustíg í Neskaupstað

Vegna viðgerða hefur þurft að taka vatnið af við Ekrustíg 2, 4 og 6. Ráðgert er að vatnið verði komið á um klukkan 15:00.
03.10.2025

Stefánslaug lokuð í dag föstudag

Stefánslaug á Norðfirði er enn lokuð. Ræktin, setlaug , barnapottur og saunan er opin.
02.10.2025

Vatnslaust á Fáskrúðsfirði í dag

Vegna vinnu við vatnslagnir verður vatnslaust við eftirfarandi hús á Fáskrúðsfirði, Hafnargötu 7, 8, 8a, 13 og 15 í dag fimmtudaginn 2. október, frá klukkan 12:30 til 18:00.
01.10.2025

Niðurstöður útboðs Fjarðabyggðar í úrgangsþjónustu

Tilboð í úrgangsþjónustu Fjarðabyggðar 2026-2029 voru opnuð rafrænt föstudaginn 19. september kl 11:00 að viðstöddum fulltrúum Fjarðabyggðar og Eflu verkfræðistofu. Tilboð voru opnuð rafrænt á Ajour útboðsvef EFLU.
01.10.2025

Húsnúmer – mikilvægar merkingar

Byggingarfulltrúi Fjarðabyggðar og Slökkvilið Fjarðabyggðar hvetja húseigendur til að huga að því að húsnúmer á húsum séu skýr og vel sýnileg.
30.09.2025

Prófanir á vatnskerfi á Stöðvarfirði

Á morgun miðvikudaginn 1. október mun starfsfólk Veitna gera prófanir á vatnskerfi á Stöðvarfirði frá klukkan 18:00 og fram til hádegis fimmtudaginn 2. október. Íbúar ættu ekki að verða fyrir neinum truflunum.
29.09.2025

Stefánslaug á Norðfirði enn lokuð

Því miður næst ekki að opna Stefánslaug í dag mánudag (29. september)vegna bilunnar í hreinsibúnaði. Viðgerð stendur yfir. Heiti pottar og ræktin eru þó opin. Opnað verður um leið og viðgerð lýkur
29.09.2025

Truflun á neysluvatni í Neskaupstað

Vegna viðgerða þarf að loka fyrir vatnið við Urðateig, Ásgarð og hluta Strandgötu í Neskaupstað í dag fræa klukkan 8 og fram að hádegi.
28.09.2025

Lokun Hringvegar við Eyri í Fáskrúðsfirði

Í dag sunnudaginn 28. september frá kl. 19:00 til 00:00 verður Hringveginum lokað við Eyri í sunnanverðum Fáskrúðsfirði þar sem gert verður við vatnsskemmdir sem orðið hafa á veginum. Opið verður fyrir umferð um Öxi (939) og Breiðdalsheiði (95).
28.09.2025

Stefánslaug á Norðfirði enn lokuð

Því miður tókst ekki að opna Stefánslaug í dag (sunnudag 28. september)vegna bilunnar í hreinsibúnaði. Viðgerð stendur yfir. Heiti pottar og ræktin eru þó opin.
27.09.2025

Stefánslaug (sundlaugin) lokuð í dag

Því miður er sundlaugin (Stefánslaug) lokuð í dag. Heitu pottarnir og líkamsræktin er opin.
26.09.2025

Vattarnesvegur lokaður vegna vatnavaxta

Vattarnesvegi, út með sunnanverðum Reyðarfirði, var lokað seinni partinn í dag.
26.09.2025

Framkvæmdum á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar er lokið

Viðhaldsframkvæmdum á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar er lokið. Óhætt er fyrir íbúa að leggja bílum sínum í nærliggjandi götum.
25.09.2025

Tilmæli til íbúa Stöðvarfjarðar

Þar sem von er á miklu vatnsveðri þá er hætta á því að sú staða komi upp að vatnsgæði gætu spillst á Stöðvarfirði.
25.09.2025

Truflun á neysluvatni í Neskaupstað

Vegna tenginga á vatnslögn má gera ráð fyrir truflunum á neysluvatni við Strandgötu og Ásgarð í Neskaupstað.
24.09.2025

Veðurviðvörun frá Veðurstofu

Talsverðri úrkomu er spáð á sunnanverðum Austfjörðum. Gul veðurviðvörun tekur gildi frá kl. 18:00 á morgun. Úrkoma og hvassviðri. Búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni í lækjarfarvegum og undir bröttum hlíðum. Hugsanlegar samgöngutruflanir vegna þessa.
21.09.2025

Viðhald á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar

Verktaki áætlar að ljúka framkvæmdum á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar 27. september.
20.09.2025

Bilun í ábendingavef -Uppfært-

-Ábendingakerfið er komið í lag-
19.09.2025

Stefánslaug og líkamsræktin lokar vegna viðhalds

Stefánslaug og líkamsræktin á Norðfirði verður lokuð frá og með þriðjudeginum 23. september til og með föstudagsins 26. september vegna viðhalds. Við opnum svo aftur laugardaginn 27. september.
18.09.2025

Ekki þarf lengur að sjóða neysluvatn á Stöðvarfirði

Niðurstöður eru komnar á sýnum sem að tekin voru á Stöðvarfirði þriðjudaginn 16. september og koma öll sýni vel út. Íbúar þurfa því ekki að sjóða neysluvatn áfram.
16.09.2025

Breyting á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 á Eskifirði

Fjarðabyggð kynnir á vinnslustigi tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 á Eskifirði
16.09.2025

Bæjarstjórnarfundur fimmtudaginn 17. september - bein útsending

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar miðvikudaginn 17. september, fundurinn verður í gegnum fjarfundarkerfið Zoom og hefst hann kl. 16:00.
15.09.2025

Framkvæmdir við Fjarðabyggðarhöllina

Vegna hagstæðra veðurspá áætlar verktaki að ljúka við að sprauta kvoðu á þak hallarinnar um miðja viku (vikan 15.-19. sept.).
15.09.2025

Bæjarstjórnarfundur fimmtudaginn 4. september - bein útsending

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.
15.09.2025

Vetraopnun sundlauga tekur gildi frá og með deginum í dag 1. september

Frá og með 1. september tekur í gildi vetraopnun í sundlaugum Fjarðabyggðar.
15.09.2025

400 bæjarstjórnarfundur fimmtudaginn 21. ágúst - bein útsending

Boðað hefur verið til 400 fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.
15.09.2025

Fjarðabyggðarhöllin lokar tímabundið vegna viðhalds

Vegna viðhalds mun Fjarðabyggðarhöllin vera lokuð frá og með morgundeginum 13. ágúst.
15.09.2025

Stækkun iðnaðarsvæðis og athafnasvæðis við Hjallaleiru

Fjarðabyggð hyggst gera breytingar á skipulagi athafna- og iðnaðarsvæðis á Hjallaleiru við botn Reyðarfjarðar.
15.09.2025

Aðalskipulagsbreyting á Eskifirði

Fjarðabyggð kynnir lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 á Eskifirði og nýs deiliskipulags fyrir Dal 3.
08.07.2025

Aðalskipulagsbreyting á Reyðarfirði

Fjarðabyggð kynnir lýsingu og tillögu á vinnslustigi vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.
28.05.2025

Öll losun garðúrgangs bönnuð við Teigargerði

Af gefnu tilefni bendum við á að öll losun garðúrgangs er nú bönnuð við Teigagerði á Reyðarfirði. Verið er að hreinsa upp svæðið um þessar mundir. Við viljum benda íbúum á að innan við móttökustöð, Hjallanesi 8 er hægt að losa garðaúrgang allan sólarhringinn.
14.05.2025

Bæjarstjórnarfundur fimmtudaginn 8. maí - Bein útsending

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmtudaginn 8. maí, athygli er vakin á að fundurinn er haldinn í Frystihúsinu í Breiðdal og hefst hann kl. 17:30
08.04.2025

Skráning í sumarfrístund Fjarðabyggðar er hafin.

Skráning fer fram í skráningarkerfinu Vala
08.04.2025

Sundlaug Fáskrúðsfjarðar lokuð í dag og á morgun

Lokað verður í sundlaug Fáskrúðsfjarðar í dag mánudaginn 5.maí og þriðjudaginn 6.maí vegna ungbarnasunds
08.04.2025

Almenn sumaropnun sundlauga Fjarðabyggðar

Við viljum vekja athygli á breyttum opnunartíma sundlauga yfir sumatímann. En almenn sumaropnun tekur gildi 1. júní - 31. ágúst.