Sorplosun á pappa og plasti er hafin og verður losað í öllum kjörnum í þessari viku. Byrjað var á Fáskrúðsfirði og er stefnt að því að losun verði lokið á laugardag. Töf hefur orðið á losun vegna slæms veðurs.
Mánudaginn 19. janúar hefst síðan losun á almennu og lífrænu sorpi samkvæmt sorphirðudagatali. Þá ætti sorphirða að vera komin á rétta ról.
Breyttur opnunartími móttökustöðva
Jafnframt er vakin athygli á breyttum opnunartíma móttökustöðva. Vegna yfirfærslu þjónustunnar til nýrra rekstraraðila geta orðið raskanir á opnunartímum. Slíkar breytingar verða tilkynntar sérstaklega þegar þær liggja fyrir.
Aðgengi að sorptunnum – á ábyrgð íbúa
Bent er á að samkvæmt kafla 6.12 í byggingarreglugerð skal sorptunnum vera komið fyrir í sorpgerði eða sorpskýli. Aðgengi að sorpskýli skal vera án hindrana þannig að tæming geti farið fram án vandkvæða.
Á vetrum bera húseigendur ábyrgð á að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og frá þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar. Ef aðgengi að sorpskýlum eða sorpgeymslum er hindrað, verða tunnurnar ekki tæmdar.
Aðgengi að sorptunnum er á ábyrgð íbúa.
Allar upplýsingar um sorplosun og sorpdagatal
Beðist er velvirðingar á þeim röskunum sem orðið hafa og þökkum við íbúum þolinmæðina.
