Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hélt sinn 400. fund frá sameiningu árið 2006, á fimmtudaginn síðastliðin. Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn var haldinn 13. júní árið 2006 að Sólbrekku í Mjóafirði.
Sveitarfélagið Fjarðabyggð varð til við sameingu Neskaupstaðar, Eskifjarðarkaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps árið 1998. Árið 2006 sameinaðist Fjarðabyggð við Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhrepp og Mjóafjarðarhrepp og árið 2018 sameinaðist Breiðdalshreppur við Fjarðabyggð.
Guðmundur Rafnkell Gíslason var fyrsti forseti bæjarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags. Árið 2010 tók Jón Björn Hákonarson við og gegndi embættinu til 2020, en hann tók aftur við því árið 2024. Þess má geta að Jón Björn Hákonarson hefur sitið yfir 300 bæjarstjórnarfundi.
Eydís Ásbjörnsdóttir var forseti 2020-22, þá Hjördís Helga Seljan og loks Birgir Jónsson 2023. Helga Jónsdóttir var bæjarstjóri 2006-10, Páll Björgvin Guðmundsson 2010-18, Karl Óttar Pétursson 2018-20, Jón Björn 2020-23 og loks Jóna Árný Þórðardóttir frá 2023.