English follows//
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðhaldsframkvæmdir á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar. Fyrst var þakið háþrýstiþvegið og nú er verið að ljúka við að setja umhverfisvænan grunn. Í framhaldi af því verður hafist við uppsetningu á vatnsverndarkerfi sem samanstendur af einangrun, vatnsþéttivörn og sólarvarnarlagi.
Þar sem einangrunarefnið getur skemmt bílalakk er mikilvægt að íbúar í nágrenninu leggi bílum sínum að lágmarki 50 metrum frá Fjarðabyggðarhöllinni til að fyrirbyggja skemmdir. Áætlað er að þessi hluti framkvæmdanna taki að lágmarki tvær vikur. Að öðru leyti stafar íbúum engin hætta af framkvæmdunum. Auk þess mun verktaki grípa til varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir að kvoða berist með vindi.
Öll efnin eru skaðlaus við snertingu og í samráði við sérfræðinga hefur verið valin kefislausn sem er sem umhverfisvænust og tryggir góða endingu í 15 ár.
Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum í gegnum netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í gegnum ábendingagátt.
In recent weeks, maintenance work has been underway on the roof of the Fjarðabyggð Hall. The roof was first cleaned with high-pressure washing, and an environmentally friendly primer is now being applied. Following this, installation of a waterproofing system has begun, consisting of insulation, a waterproof membrane, and a solar-protective layer.
As the insulation material can damage car paint, it is important that residents living nearby park their cars at least 50 meters from the Hall as possible to prevent any damage. This phase of the project is expected to take at least two weeks. Apart from this, there is no risk to residents from the work being carried out. In addition, the contractor will implement precautionary measures to prevent resin from being carried by the wind.
All materials used are harmless upon contact, and in consultation with specialists, a system solution has been selected that is both environmentally friendly and ensures durability for 15 years.
You can request further information via the email address fjardabyggd@fjardabyggd.is or through the suggestion portal.