mobile navigation trigger mobile search trigger
07.07.2025

Bráðabirgða tjaldsvæði tekið í notkun á Norðfirði

Komið hefur verið upp bráðbirgðatjaldsvæði á túni á Bökkunum á Norðfirði ofan Bakkavegar þar sem fyrrum var tjaldsvæði.  Tjaldsvæðið er án þjónustu en salernisaðstaða er við áningarstað Fólkvangsins og þar má losa minniháttar úrgang ferðamanna.  Þá eru nokkur tenglabox fyrir ferðavagna.  Á svæðinu hafa verið afmarkaðir blettir sem eru lokaðir þar sem jarðvegur er blautur og þolir illa umferð.  Mikilvægt er að gengið sé snyrtilega um svæðið en það þolir takmarkað álag.

Bráðabirgða tjaldsvæði tekið í notkun á Norðfirði

Bráðabirgðaaðstöðunni er komið upp til að mæta þörfum ferðamanna en gert er ráð fyrir nýju og fullgerðu tjaldsvæði á næsta ári ofan aðalvegs og innan  minningarreits Fjarðabyggðar um snjóflóðin. Leysir nýja tjaldsvæði af hólmi það sem var undir varnargörðum í Drangagili sem nú er farið undir framkvæmdasvæði vegna varnarmannvirkja.

Frétta og viðburðayfirlit