mobile navigation trigger mobile search trigger
09.07.2025

Fuglafjarðar harmonikufelag spiluðu í Safnahúsinu

Í gær kom færeyska harmonikkubandið Fuglafjarðar harmonikufelag í heimsókn í Safnahúsið á Norðfirði og tróð upp fyrir áhorfendur á pallinum. Veðrið lék við gesti og stigu sumir dans við harmonikkutónana.

Fuglafjarðar harmonikufelag spiluðu í Safnahúsinu

Fuglafjarðar harmonikufelag skipa um 15 Færeyingar sem leika á harmonikkur, mandólík og gítar. Á dagskrá voru færeyskir slagarar og þjóðlög.

Að tónleikum loknum lék Harmonikufelagið fyrir íbúa Breiðabliks.

Fleiri myndir:
Fuglafjarðar harmonikufelag spiluðu í Safnahúsinu

Frétta og viðburðayfirlit