mobile navigation trigger mobile search trigger
22.08.2025

Frístundaheimili Reyðarfjarðar fær nýtt nafn: Hjartasel

Í takt við stefnu okkar um að byggja upp faglegt starf í frístundaheimilum Fjarðabyggðar ákváðum við að breyta nafni Skólasels á Reyðarfirði og aðgreina það betur frá skólanum.

Í lok síðasta skólaárs fengu börnin í frístundaheimilinu á Reyðarfirði að leggja til hugmyndir að nýju nafni. Margar skemmtilegar tillögur bárust frá krökkunum og voru þær sendar til Hildar, deildarstjóra frístunda barna og unglinga.

Frístundaheimili Reyðarfjarðar fær nýtt nafn: Hjartasel

Hún fór að vinna með hugmyndirnar og að lokum stóð eitt þeirra upp úr sem endurspeglar anda slagorðs skólans og frístundaheimilis „hugrökku hjarta er ekkert ómögulegt“.

Föstudaginn 22. ágúst afhenti Hildur Marzennu, forstöðumanni Hjartasels, nýja nafnið á frístundaheimilið ásamt nýju lógói. Börnin tóku á móti þessu með mikilli gleði og voru stolt af því að fá að vera hluti af skapandi ferli við val á nafninu og láta rödd sína heyrast.

Þetta er gott fordæmi fyrir þá vinnu sem við viljum leggja í að byggja upp faglegt og skemmtilegt starf í frístundaheimilum Fjarðabyggðar þar sem rödd barnanna er í fyrirrúmi.

Fleiri myndir:
Frístundaheimili Reyðarfjarðar fær nýtt nafn: Hjartasel
Frístundaheimili Reyðarfjarðar fær nýtt nafn: Hjartasel

Frétta og viðburðayfirlit