Fara í efni

Bæjarráð

921. fundur
24. nóvember 2025 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2025
Málsnúmer 2504054
Lögð fram drög að umsókn til Ofanflóðasjóðs um lánveitingu vegna ofanflóðaframkvæmda á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir að sótt sé um lán frá Ofanflóðasjóði að fjárhæð 148,9 m.kr.
2.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2026
Málsnúmer 2509091
Framlögð endurskoðuð gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2026.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og tekur hún gildir frá og með 1. janúar 2026.
3.
Gjaldskrá fyrir urðun úrgangs 2026
Málsnúmer 2511131
Framlögð ný gjaldskrá fyrir urðun úrgangs fyrir árið 2026.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og tekur hún gildir frá og með 1. janúar 2026.
4.
Samningur um farsældarráð á Austurlandi
Málsnúmer 2511092
Tilnefning fulltrúa og varafulltrúa í farsældarráð Austurlands tekin fyrir að nýju.
Bæjarráð samþykkir að aðalfulltrúar í farsældarráðinu verði Líneik Anna Sævarsdóttir og Aðalheiður Björk Rúnarsdóttur og til vara verði Laufey Þórðardóttir og Bergey Stefánsdóttir.
5.
Viðauki við samningi um Náttúrustofu Austurlands
Málsnúmer 2511169
Framlagður viðauki við samning Fjarðabyggðar um rekstur Náttúrstofu Austurlands sem gildir út árið 2026.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og felur bæjarstjóra undirritun hans.
6.
Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna
Málsnúmer 2511151
Framlagðar leiðbeiningar innviðaráðuneytisins um mótun og gerð þjónustustefnu fyrir sveitarfélög.
Bæjarráð vísar áframhaldandi gerð þjónustustefnu til nýrrar bæjarstjórnar.
7.
229. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.
Málsnúmer 2511136
Framlagt erindi frá nefndasviði Alþingis til umsagnar, 229. máli um verndar- og orkunýtingaráætlunar.
8.
Aðafundur Héraðsskjalasafns Austurlands 2025
Málsnúmer 2511146
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austurlands haldinn á Egilsstöðum, þriðjudaginn 2. desember og hefst kl. 15:00.
Bæjarráð samþykkir að fela Þórði Vilberg Guðmundssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
9.
Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum 2025
Málsnúmer 2501180
Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 85 framlögð til kynningar.
10.
Fjölskyldunefnd - 45
Málsnúmer 2511014F
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 17. nóvember tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
11.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 46
Málsnúmer 2511003F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar 19. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.