Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

245. fundur
21. október 2019 kl. 16:00 - 17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Gestur fundarins er Árni Geirsson sérfræðingur ráðgjafafyrirtækisins Alta.
Kynntur vinnuvefur eign-, skipulags- og umhverfisnefndar og fyrsti áfangi endurskoðunar Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 sem felst í greiningu á þeim forsendum sem breyttar eru frá gildandi skipulagi ásamt gerð lýsingar.
2.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2019
Málsnúmer 1909098
Lögð fram til kynningar kostnaðaráætlun umhverfisstjóra vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og kostnað Fjarðabyggðar sem þeim kann að fylgja vegna hönnunar eða framkvæmda.
3.
22. Ársfundur Umhverfisstofnunar,náttúrverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa 2019
Málsnúmer 1910108
Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar þar sem minnt er á 22. ársfund stofnunarinnar með náttúruverndarnefndum sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn verður 14. nóvember næstkomandi.
4.
Umhverfisviðurkenning 2019
Málsnúmer 1907064
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um fyrirkomulag afhendingar umhverfisviðurkennigar Fjarðabyggðar 2019, dagsett 20. október 2019.
Umhverfisverðlaun verða afhent í Randulfs sjóhúsi föstudaginn 25. október næstkomandi klukkan 12:00.
5.
Lokun urðunarstaðar í landi Rima í Mjóafirði
Málsnúmer 1702136
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 24.september 2019, er varðar lokun á urðunarstað í Mjóafirði. Óskað er eftir að samþykkt verði ábyrgðaryfirlýsing um að staðið verði við skyldur varðandi frágang og vöktun urðunarstaðarins.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði og vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
Gjaldskrá félagsheimila 2020
Málsnúmer 1909154
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir félagsheimili vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
7.
735 Hátún 24 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1910076
Lögð fram umsókn Karls Gunnarssonar, dagsett 11. október 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Hátúni 24 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
8.
740 Bakkavegur 5 - umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 1908119
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu lóðarumsókn SÚN, dagsett 30. ágúst 2019, þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar við Bakkaveg 5 á Norðfirði til vesturs að göngustíg samsíða Bakkalæk. Gert er ráð fyrir að stækkun verði nýtt fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði á lóðinni. Leiksvæði á umræddu svæði hefur verið aflagt. Sjö athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 19. október 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir ekki þess eðlis að hafna beri umsókn um stækkun lóðar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar á grenndarkynningu.
9.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2019
Málsnúmer 1904005
Lögð fram til kynningar fundargerð 152. fundar Heilbrigðisnefndar sem haldinn var 15. október síðastliðinn.