Fjölskyldunefnd
48. fundur
8. desember 2025
kl.
16:15
-
18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Birgir Jónsson
varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Sigurjón Rúnarsson
varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Líneik Anna Sævarsdóttir
Magnús Árni Gunnarsson
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir
sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2025-2026
Starfsáætlun Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2025-2026 lögð fram og fylgt eftir með stuttri kynningu skólastjóra. Þar með hafa starfsáætlanir allra leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð fyrir skólaárið verið kynntar ásamt skólanámskrá Tónlistarskóla Fjarðabyggðar. Fjölskyldunefnd staðfestir starfsáætlanirnar, felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að koma nokkrum ábendingum á framfæri og þakkar skólastjórnendum upplýsandi samtal um skólastarfið.
2.
Starfamessa Austurlands 2026
Undirbúningur starfamessu Austurlands 2026 er hafinn með samtölum milli starfsmanna sveitarfélaganna, framhaldsskólanna, Austurbrúar og SSA. Starfamessa kynnt og ákveðið að kalla eftir sjónarmiðum ungmennaráðs Fjarðabyggðar varðandi starfamessu. Vísað til umsagnar í ungmennaráði og stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu falið að vinna áfram að undirbúningi.
3.
Uppbygging padelvallar á Reyðarfirði
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað um áhrif þess að nýta gamla íþróttasalinn á Reyðarfirði undir padelvöll. Fjölskyldunefnd líst vel á hugmynd um padelvöll en bendir á að hverju þarf að hyggja ef settur verður upp padelvöllur. Málinu vísað til bæjarráðs.
4.
Samtarf skíðasvæðanna Oddskarðs og Stafdals 2024
Lagt er fram til samþykktar samstarfssamkomulag milli Fjarðabyggðar og Múlaþings um rekstur aðgangsstýringar- og vefsölukerfis fyrir skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal.
Fjölskyldunefnd samþykkir samstarfssamkomulagið fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Fjölskyldunefnd samþykkir samstarfssamkomulagið fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
5.
Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2025
Stjórnandi íþrótta- og frístundamála kynnti tilnefningar til hvatningaverðlauna- og íþróttamanneskju Fjarðabyggðar. Rafræn kosning stendur til kl. 16.00 þann 10. desember. Aðal- og varamenn fá aðgang að rafrænni kosningu.
Viðurkenningar verða veittar kl. 15.00 þann 3. janúar 2026 í Safnahúsinu í Neskaupstað. Deildarstjóri íþrótta- og tómstundamála fær niðurstöður frá nefndarmönnum og er honum falið að skipuleggja verðlaunaafhendingu og viðburð.
Viðurkenningar verða veittar kl. 15.00 þann 3. janúar 2026 í Safnahúsinu í Neskaupstað. Deildarstjóri íþrótta- og tómstundamála fær niðurstöður frá nefndarmönnum og er honum falið að skipuleggja verðlaunaafhendingu og viðburð.