Stjórn menningarstofu
27. fundur
8. desember 2025
kl.
14:00
-
16:10
í Gamla Lúðvíkshúsi Þiljuvöllum 13
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm
varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir
embættismaður
Árni Pétur Árnason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Skjalasafn Fjarðabyggðar
Farið yfir stöðu framkvæmda við nýtt skjala- og myndasafn Fjarðabyggðar í Gamla Lúðvíkshúsi á Norðfirði. Forstöðumaður ásamt fasteigna og framkvæmdafulltrúa fóru um húsnæðið og sýndu stjórn.
Stjórn samþykkir að nýtt skjala- og myndasafn verði opnað í Gamla Lúðvíkshúsi að Þiljuvöllum 13 á Norðfirði með formlegum hætti 22. janúar 2026 en 23. janúar 1979 samþykkti bæjarstjórn Neskaupstaðar að stofna yrði til héraðsskjalasafns fyrir Neskaupstað. Verður boðað til hófs af því tilefni.
Stjórn samþykkir að nýtt skjala- og myndasafn verði opnað í Gamla Lúðvíkshúsi að Þiljuvöllum 13 á Norðfirði með formlegum hætti 22. janúar 2026 en 23. janúar 1979 samþykkti bæjarstjórn Neskaupstaðar að stofna yrði til héraðsskjalasafns fyrir Neskaupstað. Verður boðað til hófs af því tilefni.
2.
Uppbygging fyrsta áfanga Íslenska stríðsárasafnsins
Farið yfir framgang undirbúning útboðs framkvæmda við fyrsta áfanga Íslenska stríðsárasafnsins og kostnað sem áfallinn er vegna hönnunar og verkfræðiþjónustu. Verðkönnun vegna steypu á gólfplötum, sökklum og veggjum fer út í vikunni.
3.
Samhæfing safna Fjarðabyggðar
Lögð fram greinargerð um ástand húsnæðis safna sem Guðmundur Helgi Sigfússon byggingartæknifræðingur hefur unnið sem hluta af verkefnum við samhæfingu safna. Jafnframt fjallað um framgang verkefnisins og það sem unnið hefur verið í málefnum safnanna.
Stjórn felur menningarstofu að vinna úr greinargerð áætlun um forgang aðgerða til að mæta ábendingum sem koma þar fram og rúmast innan fjárveitinga safnamála ásamt því að vísa kostnaði vegna úrbóta vegna viðhalds á húsnæði til skipulags- og framkvæmdasviðs.
Stjórn felur menningarstofu að vinna úr greinargerð áætlun um forgang aðgerða til að mæta ábendingum sem koma þar fram og rúmast innan fjárveitinga safnamála ásamt því að vísa kostnaði vegna úrbóta vegna viðhalds á húsnæði til skipulags- og framkvæmdasviðs.
4.
Verkefni menningarstofu 2025
Lögð fram framvinduskýrsla Menningarstofu vegna fjórða árshluta þar sem farið er yfir starfsemina ásamt heildarsamantekt ársins 2025 og samantekt um menningarsamning Fjarðabyggðar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem Menningarstofa heldur utanum.