Bæjarráð
537. fundur
9. október 2017
kl.
08:30
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Bæjarráð fól á fundi sínum 2. október sl. fræðslustjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, að leggja fyrir bæjarráð útfærða valkosti í húsnæðismálum Leikskólans Lyngholts vegna fjölgunar á leikskólarýmum til að bregðast við þörf vegna fjölgunar barna á leikskólaaldri á Reyðarfirði. Tveir kostir voru skoðaðir sérstaklega, laus kennslustofa yrði sett upp við Leikskólann Lyngholt eða að félagsheimilið Félagslundur yrði nýtt undir starfsemina. Mat fræðslustjóra er að skoða nánar útfærslur á nýtingu Félagslundar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og fræðslustjóra að leggja fram kostnaðaráætlun vegna endurbóta á Félagslundi og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og fræðslustjóra að leggja fram kostnaðaráætlun vegna endurbóta á Félagslundi og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
2.
Ósk um kaup á Veturhúsum
Frá fundi bæjarráðs 2.október 2017 þar sem framlagt var bréf Péturs Karls Kristinssonar þar sem óskað er eftir kaupum á hlut Fjarðabyggðar í Veturhúsum ehf. Bæjarráð samþykkti að hlutur Fjarðabyggðar verði seldur og fól bæjarritara að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð samþykkir að hlutur Fjarðabyggðar í félaginu verði seldur og vísar sölunni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að hlutur Fjarðabyggðar í félaginu verði seldur og vísar sölunni til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Ársreikningur 2016 - Veturhús
Framlagður til kynningar ársreikningur Veturhúsa ehf. fyrir árið 2016.
4.
Dragnótaveiðar innan fjarða
Framlagður tölvupóstur Daða Benediktssonar vegna dragnótaveiða innan fjarða sveitarfélagsins.
Bæjarráð getur að mörgu leyti tekið undir áhyggjur bréfritara og óskar eftir umsögn Hafrannsóknastofnunar um málið.
Bæjarráð getur að mörgu leyti tekið undir áhyggjur bréfritara og óskar eftir umsögn Hafrannsóknastofnunar um málið.
5.
Beiðni um félags aðstöðu fyrir vélhjólaklúbb í Fjarðabyggð
Framlagt erindi frá Dreka vélhjólaklúbbi Austurlands, en klúbburinn leitar að húsnæði fyrir starfsemi klúbbsins þar sem aðstöðuleysi hamlar vexti hans.
Bæjarráð hefur ekki til umráða húsnæði sem hentar til starfsemi klúbbsins en bendir á að fjölmörg félagsamtök og einkaaðilar hafa til umráða húsnæði sem gæti hentað starfsemi hans.
Bæjarráð hefur ekki til umráða húsnæði sem hentar til starfsemi klúbbsins en bendir á að fjölmörg félagsamtök og einkaaðilar hafa til umráða húsnæði sem gæti hentað starfsemi hans.
6.
Kæra um bindandi álit
Málefnið rætt.
Vísað til áframhaldandi vinnslu fjármálastjóra.
Vísað til áframhaldandi vinnslu fjármálastjóra.
7.
Húsnæðisáætlun fyrir allt Austurland
Framlagðar fundargerðir 1., 2., 3. og 4. fundar starfshóps um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland.
Umræða tekin um stöðu mála. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Umræða tekin um stöðu mála. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
8.
Húsnæðisþing 2017
Framlagt boð á húsnæðisþing 2017 sem haldið verður 16. október nk.
Fulltrúi sveitarfélagsins mun mæta á þingið.
Fulltrúi sveitarfélagsins mun mæta á þingið.
9.
Eistnaflug 2018
Fyrir liggur að forráðamenn Eistnaflugs hafa verið í samskiptum við sveitarfélagið vegna fjárhagslegar endurskipulagninar félagsins sem stendur að baki hátíðinni.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Eistnaflug um 1 millj. kr. árið 2018 með því skilyrði að fjárhagslegri endurskipulagningu sé lokið og að hátíðin fari fram sumarið 2018.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Eistnaflug um 1 millj. kr. árið 2018 með því skilyrði að fjárhagslegri endurskipulagningu sé lokið og að hátíðin fari fram sumarið 2018.
10.
Innviðir á Íslandi - ástand og framtíðarhorfur
Framlögð til kynningar skýrsla um ástand innviða á Íslandi sem útgefin er af Samtökum iðnaðarins.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Menningar- og safnanefnd
Farið yfir áherslur í menningarmálum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
12.
Fjárheimild í fjárhagsáætlun 2018 - Slökkvilið
Farið yfir áherslur í brunamálum og almannavörnum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
13.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Bæjarráð
Farið yfir áherslur í sameiginlegum kostnaði og atvinnumálum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.