Bæjarráð
562. fundur
23. apríl 2018
kl.
08:30
-
10:30
í Egilsbraut 1, Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
730 Heiðarvegur 5 og Lundargata 1 - sameining lóða undir leikskóla
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tillögu um að húsnæði og lóð félagsheimilisins Félagslundar verði sameinað leikskólanum Lyngholti.
Bæjarráð samþykkir sameiningu lóðar og fasteigna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu nýs lóðasamnings.
Bæjarráð samþykkir sameiningu lóðar og fasteigna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu nýs lóðasamnings.
2.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2014 - 2018
Skipan yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018. Farið yfir skipan fulltrúa í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnum. Skipan varafulltrúa í stað þeirra sem fluttir eru úr sveitarfélaginu vísað til bæjarstjórnar.
3.
Sveitarstjórnarkosningar 2018
Samkvæmt 46.gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, annast bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, gerð kjörskrár, fjallar um athugasemdir við kjörskrár, gerir nauðsynlegar leiðréttingar og afgreiðir ágreiningsmál í samræmi við ákvæði laga um sveitarstjórnarkosningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí 2018. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnakosninga þann 26. maí 2018. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí 2018. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnakosninga þann 26. maí 2018. Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
4.
Sameining Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar
Framlagt bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kemur fram að ráðuneytið hefur staðfest sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar.
5.
740 Kirkjuból - taka lands undan ábúð
Trúnaðarmál.
Staða málsins kynnt og rædd.
Vísað til bæjarstjóra til frekari vinnslu.
Staða málsins kynnt og rædd.
Vísað til bæjarstjóra til frekari vinnslu.
6.
Þjónusta þjóðvegar 1 í Fjarðabyggð 2018
Framlögð drög að bréfi bæjarstjóra til Vegagerðarinnar vegna þjónustustigs á þjóðvegi 1 um Suðurfirði.
Bæjarráð Fjarðabyggðar telur skýrt að þjóðvegur 1 um Suðurfirði eigi að vera í þjónustuflokki 1 í vetrarþjónustu, ekki síst þar sem vegurinn er einn af stofnæðum landsins og tenging byggðakjarna innan sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að rita vegamálastjóra og ráðherra samgöngumála bréf þess efnis.
Bæjarráð Fjarðabyggðar telur skýrt að þjóðvegur 1 um Suðurfirði eigi að vera í þjónustuflokki 1 í vetrarþjónustu, ekki síst þar sem vegurinn er einn af stofnæðum landsins og tenging byggðakjarna innan sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að rita vegamálastjóra og ráðherra samgöngumála bréf þess efnis.
7.
Norðfjarðarvegur 2018
Framlögð drög að bréf bæjarstjóra til Vegagerðarinnar vegna ástands Norðfjarðarvegar um Fannardal, frágang veg- og framkvæmdasvæða í Norðfirði.
Bæjarráð telur ástand vegar um Fannardal að Norðfjarðargögnum óásættanlegt og leggur miklu áherslu á að varanleg viðgerð á veginum hefjist sem fyrst og verði með þeim hætti að vegurinn standist nútímakröfur um vegagerð. Þá er lögð áhersla á að Vegagerðin bæti umhverfi og ásýnd vega og skilta í sveitarfélaginu sem skemmdust í kjölfar vatnavaxta. Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita vegamálastjóra og ráðherra samgöngumál bréf þess efnis. Bæjarráð samþykkir bréfið fyrir sitt leyti.
Bæjarráð telur ástand vegar um Fannardal að Norðfjarðargögnum óásættanlegt og leggur miklu áherslu á að varanleg viðgerð á veginum hefjist sem fyrst og verði með þeim hætti að vegurinn standist nútímakröfur um vegagerð. Þá er lögð áhersla á að Vegagerðin bæti umhverfi og ásýnd vega og skilta í sveitarfélaginu sem skemmdust í kjölfar vatnavaxta. Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita vegamálastjóra og ráðherra samgöngumál bréf þess efnis. Bæjarráð samþykkir bréfið fyrir sitt leyti.
8.
17. júní 2018
Framlagt bréf upplýsinga- og kynningarfulltrúa um fyrirkomulag 17. júní hátíðahalda árið 2018. Hátíðahöldin hafa verði haldin í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar utan Mjóafjarðar en talið er vandkvæðum háð að hátíðarhöldin verði haldin þar. Lögð er fram hugmynd um að hátíðarhöldin verði á Breiðdalsvík.
Bæjarráð samþykkir að vísa minnisblaði til menningar- og safnanefndar og stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir að vísa minnisblaði til menningar- og safnanefndar og stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna.
9.
Samningur vegna viðgerðar í tengslum við vatnstjón á vallarhúsi á Eskifirði
Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar um viðgerð á vallarhúsi á Eskifirði vegna vatnstjóns er varð haustið 2017.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
10.
Forsendubrestur í uppbyggingu hesthúsahverfis við Símonartún
Framlögð sem trúnaðarmál drög að kaupsamningi um kaup á hesthúsi á Símonartúni á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir með fyrirvara um staðfestingu stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna að vegna forsendubrests verði keypt upp hesthús á Símunartúni fyrir 28.000.000 kr., 8 milljónir kr. greiddar út við undirritun samnings og 20 milljónir á árinu 2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning vegna kaupanna. Bæjarráð felur jafnframt fjármálastjóra gerð viðauka vegna kaupa á húsinu. Skipulagsmálum vegna Símonartúns er vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir með fyrirvara um staðfestingu stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna að vegna forsendubrests verði keypt upp hesthús á Símunartúni fyrir 28.000.000 kr., 8 milljónir kr. greiddar út við undirritun samnings og 20 milljónir á árinu 2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning vegna kaupanna. Bæjarráð felur jafnframt fjármálastjóra gerð viðauka vegna kaupa á húsinu. Skipulagsmálum vegna Símonartúns er vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Tuttugu ára afmælið Hróksins, heimsókn í öll sveitarfélög á Íslandi
Framlagt bréf Hróksins frá 12. apríl sl. Skákfélagið Hrókurinn er tuttugu ára á árinu og af tilefni þess og fyrirhugaðrar heimsóknar hans til sveitarfélaga er Fjarðabyggð boðið að gerast bakhjarl félagsins.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til afgreiðslu fræðslustjóra.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til afgreiðslu fræðslustjóra.
12.
Sjúkraflutningar í Breiðdal og á Djúpavogi
Framlagt minnisblað slökkviliðsstjóra vegna samnings við Heilbrigðisstofnun Austurlands um sjúkraflutninga í Breiðdal og á Djúpavogi. Bæjarráð samþykkir að slökkvilið Fjarðabyggðar taki yfir sjúkraflutninga í Breiðdal og á Djúpavogi með samningi til ársloka 2019. Slökkviliðsstjóra og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og ganga frá og undirrita samning vegna málsins.
13.
Fjárlög 2017 - Ofanflóðavarnir
Framlagt bréf bæjarstjóra dagsett 18. apríl 2018 til umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fjárframlaga til ofanflóðavarna.
14.
Nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð
Framlagt frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál ásamt minnisblaði atvinnu- og þróunarstjóra. Frestur til að veita umsögn er til 4. maí nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn um málið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn um málið.
15.
Drög að lagafrumvarpi um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi - til umsagnar
Framlagt frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (lögleiðing áhættumats erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða með auglýsingu, opinber birting upplýsinga, stjórnvaldssektir o.fl.), breyting á lögum 71/2008.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að skila umsögn um málið en ítrekar þá skoðun sína að sveitarfélögin eigi rétt á auðlindagjaldi af greininni ásamt því að hafa meiri áhrif á skipulag fjarða. Drög að umsögn tekin fyrir í bæjarráði að nýju.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að skila umsögn um málið en ítrekar þá skoðun sína að sveitarfélögin eigi rétt á auðlindagjaldi af greininni ásamt því að hafa meiri áhrif á skipulag fjarða. Drög að umsögn tekin fyrir í bæjarráði að nýju.
16.
Strandveiðar í Fjarðabyggð
Framlagt frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (strandveiðar) ásamt minnisblaði atvinnu- og þróunarstjóra.
Bæjarráð leggst alfarið gegn þeim breytingum sem frumvarpið felur í sér þar sem það veldur mismunun milli veiðisvæða og felur atvinnu- og þróunarstjóra að skila umsögn um málið.
Bæjarráð leggst alfarið gegn þeim breytingum sem frumvarpið felur í sér þar sem það veldur mismunun milli veiðisvæða og felur atvinnu- og þróunarstjóra að skila umsögn um málið.
17.
Upplýsingaöryggismál - öryggiskröfur ásamt hlítingarlista
Framlagðar til kynningar sem trúnaðarmál öryggisráðstafanir í upplýsingatæknimálum ásamt minnisblaði. Bæjarráð staðfestir öryggisráðstafanirnar.
18.
Fundargerðir stjórnar SSA 2018
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 9. apríl 2018.
19.
Þjónustu- og samstarfssamningur 2018
Framlagt bréf Austurbrúar ásamt samningi um framlag til markaðs- og atvinnumála 2018.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Veitt er af liðnum óráðstafað, 21690, 500.000 kr. til samnings um markaðsmál.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Veitt er af liðnum óráðstafað, 21690, 500.000 kr. til samnings um markaðsmál.
20.
Styrkur til Blakdeildar Þróttar í tilefni af þreföldum meistaratitli
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að veita blakdeild Þróttar 600.000 kr. styrk í tilefni af glæsilegum árangri meistaraflokks kvennaliðs félagsins en liðið vann alla þrjá titla sem í boði voru keppnistímabilið 2017 - 2018. Veitt af liðnum óráðstafað 21690, 600.000 kr.
Jafnframt óskar bæjarráð blakdeildinni til hamingju með glæstan árangur á árinu.
Jafnframt óskar bæjarráð blakdeildinni til hamingju með glæstan árangur á árinu.
21.
Styrkur til glímudeildar vegna góðs árangurs
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir að veita Glímudeild Vals á Reyðarfirði 200.000 kr. styrk í tilefni af því að Kristín Embla Guðjónsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson voru krýnd glímudrottning og glímukóngur Íslands. Óskar bæjarráð þeim til hamingju með glæstan árangur ásamt því að Ásmundi er óskað til hamingju með titilinn íþróttamaður UÍA. Fjármagni veitt af liðnum óráðstafað, 21690.
22.
Arðgreiðsla 2018 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf
Framlagt bréf Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem kynnnt er arðgreiðsla sjóðsins vegna 2017. Arðgreiðsla til Fjarðabyggðar nemur liðlega 9 milljónum kr.
23.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
Framlagður til kynningar tölvupóstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um tímasetningu á aðalfundi sambandsins 7. til 8. september nk.
24.
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands - 23.apríl 2018
Framlagt aðalfundarboð Sparisjóðs Austurlands en fundurinn er boðaður 23. apríl nk. kl 16. Bæjarráð felur Páli Björgvini Guðmundssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
25.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands - 23.apríl 2018
Framlagt aðalfundarboð Starfsendurhæfingar Austurlands sem haldinn er 23. apríl nk. kl 14 í húsnæði Afls á Reyðarfirði. Bæjarráð felur Eydísi Ásbjörnsdóttur að fara með umboðið Fjarðabyggðar ársfundinum.
26.
Ársfundur Lífeyrissjóðs Stapa 9.maí 2018
Framlagt aðalfundarboð Stapa lífeyrissjóðs en fundurinn er haldinn 9. maí n.k. kl. 14:00 í Menningarhúsinu Hofi.
27.
Háskólasetur Austfjarða
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar stýrihóps Háskólaseturs Austfjarða.
28.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2014 - 2018
Vegna brottflutnings Svanhvítar Yngvadóttur úr sveitarfélaginu tekur Hulda Sigrún Guðmundsdóttir sæti aðalmanns í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og Anna Bergljót Sigurðardóttir tekur sæti varamanns í nefndinni.
29.
Fræðslunefnd - 54
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 54 frá 18.apríl 2018, lögð fram til kynningar.
30.
Félagsmálanefnd - 108
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 108 frá 10.apríl 2018, lögð fram til kynningar.
31.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 47
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 47 frá 12.apríl 2018, lögð fram til kynningar.
32.
Hafnarstjórn - 196
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 196 frá 17.apríl 2018, lögð fram til kynningar.