Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Bæjarráð

573. fundur
30. júlí 2018 kl. 08:30 - 09:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030
Málsnúmer 1701199
Síðari umræða um aðalskipulag Breiðdalshrepps. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018 - 2030.
2.
Erindisbréf safnanefndar
Málsnúmer 1806133
Fyrri umræða um erindisbréf Safnanefndar. Bæjarráð vísar erindisbréfi Safnanefndar til síðari umræðu.
3.
Samþykkt um afgreiðslur byggingarnefndar
Málsnúmer 1805124
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt samþykkt um afgreiðslur bygginganefndar, fyrir sitt leyfi, og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar.
Lögð fram til endurskoðunar og samþykktar, samþykkt um afgreiðslur bygginganefndar. Fyrri umræða. Bæjarráð vísar samþykkt um afgreiðslur bygginganefndar til síðari umræðu.
4.
735 Hafnargata 2 - Byggingarleyfi, nótahreinsistöð
Málsnúmer 1807091
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Egersund Ísland ehf, dagsett 20. júli 2018, þar sem kynnt eru byggingaráform fyrirtækisins á hreinsistöð fyrir laxanætur og þvottavatn að Hafnargötu 2 á Eskifirði. Aðalhönnuður er Mannvit. Byggingarstjóri er Pálmi Benediktsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt byggingaráform fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar sbr. 4. gr. skilmála með deiliskipulagi vegna gerðar mannvirkja og hæðar geyma. Bæjarráð samþykkir umsókn.
5.
735 Hafnargata 2 - Byggingarleyfi, viðbygging
Málsnúmer 1807092
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Egersund Ísland ehf, dagsett 20. júlí 2018, þar sem kynnt eru byggingaráform fyrirtækisins á 462 m2 og 5001 m3 viðbyggingar fyrir litun laxanóta að Hafnargötu 2 á Eskifirði. Aðalhönnuður er Mannvit. Byggingarstjóri er Pálmi Benediktsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt byggingaráform fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar sbr. 4. gr. skilmála með deiliskipulagi vegna hæðar viðbyggingarinnar.
Bæjarráð samþykkir umsókn.
6.
730 - Brekkugerði 18 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1807090
Lögð fram lóðarumsókn Davíðs Þórs Sigfússonar, dagsett 20 júlí 2018, þar sem sótt er um lóðina við Brekkugerði 18 á Reyðarfirði undir íbúðarhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkkir að úthluta lóð.
7.
740 - Kirkjubólseyrar 16 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1807096
Lögð fram lóðarumsókn Ásvalds Sigurðssonar, dagsett 20. júlí 2018, þar sem sótt er um lóðina við Kirkjubólseyri 16 á Norðfirði undir hesthús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Kirkjubólseyri 16.
8.
Tilnefning í samráðshóp vegna móttöku flóttafólks 2018-2020
Málsnúmer 1807098
Óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa af hálfu Fjarðabyggðar í samráðshóp vegna móttöku flóttafólks 2018-2020. Bæjarráð samþykkir að Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir og Sigurður Ólafsson sitji sem fulltrúar Fjarðabyggðar í samráðshópnum.
9.
Umferðarmerkingar í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1807121
Bréf lögreglustjórans á Austurlandi er varðar umferðarmerkingar í Fjarðabyggð sem eftir er að ganga frá. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Bæjarráð felur jafnframt formanni nefndarinnar og sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, að funda með lögreglustjóra vegna málsins.
10.
Námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn
Málsnúmer 1807135
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst standa fyrir námskeiðum fyrir nýkjörna fulltrúa í sveitarstjórnum. Um heils dags námskeið er að ræða. Öllum er velkomið að sækja námskeiðið, einnig þeim sem hafa setið áður sem kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn. Námskeiðið verður haldið í Austurbrú á Egilsstöðum laugardaginn 25. ágúst. Námskeiðsgjald er 15.900 kr. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að kynna námskeiðið fyrir bæjarfulltrúum og kalla eftir skráningum á námskeiðið.
11.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Málsnúmer 1806029
Lagður fram til staðfestingar listi yfir áheyrnarfulltrúa Miðflokksins.

Félagsmálanefnd
Aðalmaður - Lára Elísabet Eiríksdóttir
Varamaður - Dagbjört Briem Gísladóttir

Fræðslunefnd
Aðalmaður - Alma Sigurbjörnsdóttir
Varamaður - María Björk Stefánsdóttir

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
Aðalmaður - Árni Björn Guðmundsson
Varamaður - Sindri Már Smárason

Íþrótta- og tómstundanefnd
Aðalmaður - Guðrún Stefánsdóttir
Varamaður - Helgi Freyr Ólason

Bæjarráð staðfestir framlagðan lista yfir áheyrnarfulltrúa Miðflokksins.
12.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 2
Málsnúmer 1807005F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 2 frá 23.júlí 2018, samþykkt í umboði bæjarstjórnar.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 209
Málsnúmer 1807007F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 209 frá 23.júlí 2018, samþykkt í umboði bæjarstjórnar.