Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Bæjarráð

598. fundur
4. febrúar 2019 kl. 08:30 - 11:05
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1712006
Stýrihópur um gerð nýtingaráætlunar fyrir Fjarðabyggð hefur lokið störfum. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs til staðfestingar. Bæjarráð staðfestir nýtingaráætlun og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
2.
740 Naustahvammur 67-69 - umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 1901109
Lögð fram umsókn Síldarvinnslunnar hf., dagsett 15. janúar 2019, um stækkun lóðarinnar að Naustahvammi 67-69 á Norðfirði vegna fyrirhugaðrar stækkunar á fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við stækkun lóðarinnar ef áfram verður tryggt aðgengi að hafnarsvæði um lóðina. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt stækkun lóðar fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Að fengnu samþykki bæjarráðs, samþykkir nefndin einnig að deiliskipulagi Naust 1 verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir stækkun lóðarinnar með tilheyrandi kvöð um aðgengi. Farið verði með breytinguna sem óverulega þar sem hún hefur aðeins áhrif á lóðarhafa og sveitarfélagið. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar að Naustahvammi 67-69 á Norðfirði og breytingu á deiliskipulagi.
3.
730 Búðareyri 8 - umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 1901193
Lögð fram umsókn Heilbrigðisstofnunar Austurlands, dagsett 28. janúar 2019, um stækkun lóðarinnar að Búðareyri 8 á Reyðarfirði vegna stækkunar heilsugæslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt stækkun lóðar fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Að fengnu samþykki bæjarráðs samþykkir nefndin einnig að deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfjarðar verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir stækkun lóðarinnar. Farið verði með breytinguna sem óverulega þar sem hún hefur aðeins áhrif á lóðarhafa og sveitarfélagið. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar að Búðareyri 8 á Reyðarfirði vegna stækkunar heilsugæslu og breytingu á deiliskipulagi.
4.
Boðun XXXIII. landsþing sambandsins 29.mars 2019
Málsnúmer 1901202
33. landsþing sambandsins verður haldið föstudaginn 29. mars nk. á Grand hótel í Reykjavík og stendur frá 10:00 - 15:45. Að þinginu loknu hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á sama stað kl. 16:00. Bæjarráð mun sækja landsþingið.
5.
Eftirlitsmyndavélar í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808136
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs er varðar kostnað við búnað og uppsetningu eftirlitsmyndavéla. Sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs falið að yfirfara verkefnið með hlutaðeigandi aðilum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
6.
Skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1902004
Heimild til yfirdráttar að upphæð 300 milljónir króna hjá Íslandsbanka rennur út þann 4. febrúar 2019. Lagt er til að bæjarráð heimili framlengingu á yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á greiðslureikningi Fjarðabyggðar, að upphæð 300 milljónir króna í allt að eitt ár eða til og með 5. febrúar 2020. Bæjarráð heimilar framlengingu á yfirdráttarheimild og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins.
7.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2019
Málsnúmer 1901217
Lögð fram til kynningar fundargerð 867.fundar stjórnar sambandsins frá 25. janúar sl.
8.
Skapandi sumarstörf 2019
Málsnúmer 1902011
Minnisblað forstöðumanns menningarstofu og íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem lagt er til að Fjarðabyggð starfræki skapandi sumarstörf sumarið 2019 í samstarfi við Fljótsdalshérað. Bæjarráð tekur vel í erindið og felur forstöðumanni menningarstofu og bæjarstjóra nánari útfærslu verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
9.
425.mál - til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða,
Málsnúmer 1804108
Lagt fram til kynningar bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er varðar skipan í svæðissráð um gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði. Jón Björn Hákonarson hefur verið skipaður aðalmaður í ráðið og Eydís Ásbjörnsdóttir til vara.
10.
306.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra)
Málsnúmer 1902001
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra - framkvæmdasjóður aldraðra. Frestur til að veita umsögn er til 21.febrúar. Fjármálastjóra og félagsmálastjóra falið að yfirfara frumvarpið og veita umsögn ef þurfa þykir.
11.
274.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi
Málsnúmer 1902002
Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi. Frestur til að veita umsögn er til 21.febrúar. Félagsmálastjóra falið að yfirfara tillöguna og veita umsögn ef þurfa þykir.
12.
356.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur)
Málsnúmer 1902003
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, - kosningaaldur. Frestur til að veita umsögn er til 21.febrúar. Bæjarráð telur eðlilegt að verði frumarpið að lögum verði gætt að því að sama aldursmið gildi í kosningum á sveitarstjórnarstigi og til Alþingis.
13.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2018 - 2022
Málsnúmer 1806146
Jens Garðar Helgason hefur óskað eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn og bæjarráð til 1.október 2019, vegna tímabundinnar fjarveru í tengslum við atvinnu sína. Dýrunn Pála Skaftadóttir tekur sæti hans í bæjarráði og Ragnar Sigurðsson tekur sæti hans í bæjarstjórn.
14.
Málefni Hellisfjarðar
Málsnúmer 1901223
Fulltrúar eiganda Hellisfjarðar þeir Sven Jacobi og Eggert Ólafsson, sátu þennan lið fundarins og fóru yfir áætlanir eigenda jarðarinnar.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 224
Málsnúmer 1901023F
Fundargerð 224. fundar eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 28.janúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
16.
Félagsmálanefnd - 119
Málsnúmer 1901020F
Fundargerð 119. fundar félagsmálanefndar frá 29.janúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.