Bæjarráð
611. fundur
29. apríl 2019
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Lögð fram tillaga að reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 - 2023.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Reglunum vísað jafnframt til kynningar í nefndum sveitarfélagsins og framkvæmdar hjá sviðsstjórum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Reglunum vísað jafnframt til kynningar í nefndum sveitarfélagsins og framkvæmdar hjá sviðsstjórum.
2.
Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 2
Framlagður viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019 vegna kaupa á Egilsbúð 1 og sölu á Miðstræti 1 í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar 2018
Framlagður sjálfstæður ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2018 til áritunar.
Bæjarráð samþykkir ársreikning og staðfestir hann með áritun sinni.
Bæjarráð samþykkir ársreikning og staðfestir hann með áritun sinni.
4.
Fullnaðarafgreiðslur - viðauki 2019 - samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar
Lögð fram drög að samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar vegna uppfærslu á f lið 62. gr. um kosningar og viðauka við samþykktina um fullnaðarafgreiðslur fastanefnda og embættismanna. Jafnframt er lögð fram tillaga um fullnaðarframsal grenndarkynninga, landaskipta og sameininga jarða til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir drögin með þeirri breytingu að ekki verði um frekara framsal að ræða til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og vísar þeim til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir drögin með þeirri breytingu að ekki verði um frekara framsal að ræða til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og vísar þeim til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
5.
Prókúrur 2019
Með vísan til breytinga á viðauka um fullnaðarframsal til embættismenna eru lagðar fram uppfærðar prókúrur embættismanna er varða fullnaðarafgreiðslur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita hlutaðeigandi prókúru til fullnaðarafgreiðslu að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar á fullnaðarframsali.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita hlutaðeigandi prókúru til fullnaðarafgreiðslu að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar á fullnaðarframsali.
6.
Leiga á Kirkjumel
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Lagður fram til samþykktar tímabundinn samningur um leigu á Kirkjumel í Norðfjarðarsveit til Hildibrand slf.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Lagður fram til samþykktar tímabundinn samningur um leigu á Kirkjumel í Norðfjarðarsveit til Hildibrand slf.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Bygging vatnsgeymis á Fáskrúðsfirði
Framkvæmdasvið leggur til að byggður verði vatnsgeymir á Fáskrúðsfirði og framkvæmdum við Skólaveg verði frestað. Kostnaðaráætlun fyrir byggingu vatnsgeymisins lögð fram.
Bæjarráð samþykkir byggingu vatnstanks. Gerðar verði breytingar á framkvæmda- og fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins þar sem bygging vatnstanks á Fáskrúðsfirði verði sett í forgang í framkvæmdum sumarsins. Þegar kostnaður liggur fyrir verði metið með frekari framkvæmdir við Skólaveg á árinu 2019. Vísað til fjármálastjóra gerð viðauka vegna breytinganna umfram það fjármagn sem er áætlað er til framkvæmda á árinu 2019. Framkvæmdasviði falið að hefja undirbúning framkvæmdarinnar og útboðsferli. Framkvæmdasvið skoði jafnframt hvort hagkvæmt sé að bjóða samhliða út aðrar framkvæmdir við vatnsveitumannvirki.
Vísað jafnframt til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir byggingu vatnstanks. Gerðar verði breytingar á framkvæmda- og fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins þar sem bygging vatnstanks á Fáskrúðsfirði verði sett í forgang í framkvæmdum sumarsins. Þegar kostnaður liggur fyrir verði metið með frekari framkvæmdir við Skólaveg á árinu 2019. Vísað til fjármálastjóra gerð viðauka vegna breytinganna umfram það fjármagn sem er áætlað er til framkvæmda á árinu 2019. Framkvæmdasviði falið að hefja undirbúning framkvæmdarinnar og útboðsferli. Framkvæmdasvið skoði jafnframt hvort hagkvæmt sé að bjóða samhliða út aðrar framkvæmdir við vatnsveitumannvirki.
Vísað jafnframt til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
8.
740 Norðfjarðarviti - byggingarleyfi, pallur
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd beiðni Páls Björgvins um umsjón og umhirðu með útsýnispallinum til umsagnar hafnarstjórnar og bæjarráðs.
Bæjarráð setur sig ekki upp á móti byggingu útsýnispallsins en hafa þarf til hliðsjónar að ljósbúnaður og fjarskiptatæki haldi gildi sínu á vitanum. Hvað varðar beiðni um umsjón með umhirðu útsýnispallsins og þjónustu í tengslum við starfsemi á pallinum, er bæjarráð sammála afstöðu hafnarstjórnar um að ekki er hægt að taka afstöðu til þessarar beiðni, þar sem útsýnispallurinn er ekki í eigu sveitarfélagsins.
Bæjarráð setur sig ekki upp á móti byggingu útsýnispallsins en hafa þarf til hliðsjónar að ljósbúnaður og fjarskiptatæki haldi gildi sínu á vitanum. Hvað varðar beiðni um umsjón með umhirðu útsýnispallsins og þjónustu í tengslum við starfsemi á pallinum, er bæjarráð sammála afstöðu hafnarstjórnar um að ekki er hægt að taka afstöðu til þessarar beiðni, þar sem útsýnispallurinn er ekki í eigu sveitarfélagsins.
9.
Stefnumótun í fiskeldismálum
Umræða tekin um stefnumörkun sveitarstjórnar í fiskeldi sem bæjarstjórn staðfesti 22. júní 2017 sem hluta af atvinnustefnu sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka við umhverfisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrri samþykktir sveitarstjórnar frá 22. júní 2017 um verndun Gerpissvæðisins og mikilvægi þess að eftirlitsþáttur starfseminnar verði í heimabyggð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka við umhverfisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrri samþykktir sveitarstjórnar frá 22. júní 2017 um verndun Gerpissvæðisins og mikilvægi þess að eftirlitsþáttur starfseminnar verði í heimabyggð.
10.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs að nýju umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar vegna smávægilegra breytinga. Breyting fellst í að bannað er að leggja að norðanverðu frá og með Ásgarði 4 að og með Tröllavegi 3.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs í samstarfi við forstöðumann stjórnsýslu uppsetningu endanlegra draga breytinga á samþykktinni fyrir fund bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir tillögur að breytingum að öðru leyti og vísar umferðarsamþykktinni til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs í samstarfi við forstöðumann stjórnsýslu uppsetningu endanlegra draga breytinga á samþykktinni fyrir fund bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir tillögur að breytingum að öðru leyti og vísar umferðarsamþykktinni til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
11.
Gjaldfrjálsar samgöngur ungmenna að 18 ára aldri
Bæjarráð samþykkir að fjármagna kostnaðarauka sem samþykktur var á fundi 8.apríl sl. vegna gjaldfrjálsra samgangna ungmenna af kostnaðarlið almenningssamgangna á árinu 2019. Bæjarráð afturkallar því ósk um gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
12.
Gildistaka laga um opinber innkaup gagnvart sveitarfélögunum 2019
Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.apríl, þar sem bent er á að ný lög um opinber innkaup nr. 120/2016, taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögunum 31.maí nk.
Vísað til fjármálastjóra og sviðsstjóra.
Vísað til fjármálastjóra og sviðsstjóra.
13.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2019
Framlag fundarboð ársfundar Starfsendurhæfingar Austurlands 2019 sem haldinn verður 2. maí nk. kl. 13:30 í húsnæði StarfA Miðvangi 1-3 á Egilsstöðum.
Bæjarráð samþykkir að fela Eydísi Ásbjörnsdóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Bæjarráð samþykkir að Eydís Ásbjörnsdóttir taki sæti aðalmanns í stjórn StarfA og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir taki sæti varamanns í stjórninni.
Bæjarráð samþykkir að fela Eydísi Ásbjörnsdóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Bæjarráð samþykkir að Eydís Ásbjörnsdóttir taki sæti aðalmanns í stjórn StarfA og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir taki sæti varamanns í stjórninni.
14.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2019
Fundargerð stjórnar sambandsins nr. 870 frá 11.apríl 2019, lögð fram til kynningar.
15.
Háskólasetur Austfjarða
Fyrirspurn um stöðu verkefnisins um háskólasetrið frá Ragnari Sigurðssyni.
Málið rætt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram fundargerðir síðustu funda.
Málið rætt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram fundargerðir síðustu funda.
16.
Þjónusta Húsasmiðjunnar
Í framhaldi af bókun bæjarstjórnar 1. nóvember 2018 vegna ákvörðunar Húsasmiðjunar um að loka verslun sinni í Fjarðbyggð hvatti bæjarstjórn stofnanir sínar til að snúa viðskiptum sínum til heimaaðila eins og kostur væri.
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Hvernig var bókuninni fylgt eftir sér í lagi því að hvetja stofnanir sveitarfélagsins til að beina viðskiptum til fyrirtækja sem hér starfrækja þjónustu í sveitarfélaginu? Var bókunin send á forsvarsmenn stofnana? Hafa stofnanir sveitarfélagsins beint viðskiptum sínum til fyrirtækja með þjónustu í Fjarðabyggð í auknum mæli?
Bæjarráð og bæjarstjóri hefur fylgt málinu eftir og mun gera áfram. Farið yfir hvernig unnið hefur verið með bókun bæjarstjórnar.
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Hvernig var bókuninni fylgt eftir sér í lagi því að hvetja stofnanir sveitarfélagsins til að beina viðskiptum til fyrirtækja sem hér starfrækja þjónustu í sveitarfélaginu? Var bókunin send á forsvarsmenn stofnana? Hafa stofnanir sveitarfélagsins beint viðskiptum sínum til fyrirtækja með þjónustu í Fjarðabyggð í auknum mæli?
Bæjarráð og bæjarstjóri hefur fylgt málinu eftir og mun gera áfram. Farið yfir hvernig unnið hefur verið með bókun bæjarstjórnar.
17.
Evrópumeistaramót í keltneskum fangbrögðum
Bæjarráð óskar Kristínu Emblu Guðjónsdóttur og Ásmundi Hálfdáni Ásmundssyni til hamingju með glæsilegan árangur á Evrópumeistarmótinu þar sem þau lönduðu meistaratitlum.
18.
Hafnarstjórn - 218
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 218 frá 15.apríl 2019, lögð fram til umfjöllunar.
19.
Hafnarstjórn - 219
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 219 frá 23.apríl 2019, lögð fram til umfjöllunar.
20.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 231
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 231 frá 23.apríl 2019, lögð fram til umfjöllunar.
21.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Fundargerðir barnaverndarnefndar, nr. 99 og 100 frá 16.apríl og 26.apríl 2019, lagðar fram til umfjöllunar.
22.
Landbúnaðarnefnd - 23
Framlögð fundargerð landbúnaðarnefndar frá 24. apríl sl til umfjöllunar.