Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Bæjarráð

620. fundur
18. júní 2019 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2019 TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1904033
Framlagt yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - apríl 2019 og skatttekjur og launakostnað janúar - maí 2019. Einnig framlögð deildayfirlit fyrir janúar - apríl 2019. Gögn eru lögð fram sem trúnaðarmál.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Málsnúmer 1904128
Framlögð samantekt fjármálastjóra vegna tillagna frá nefndum og sviðsstjórum um breytingar við grunn fjárhagsáætlunar ársins 2020 og fjárfestingaráætlun næstu 4 ára.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020. Gögn eru lagð fram sem trúnaðarmál.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjaráðs 2019 fyrir málaflokka 21, 13, 07 og 03
Málsnúmer 1904138
Lagðar fram greinargerðir um breytingar á rekstri við fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2020.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020. Gögn eru lagð fram sem trúnaðarmál.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2020
Málsnúmer 1904132
Minnisblað um áherslur menningar- og nýsköpunarnefndar lagt fram.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020. Gögn eru lagð fram sem trúnaðarmál.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar í A hluta 2020
Málsnúmer 1904130
Tillögur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar vegna umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar 2020, auk hugmynda um tillögur að breytingum á rekstri framkvæmdasviða 2020, viðhaldsverkefnum í A hluta og fjáfestingum í A hluta 2020 - 2023.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020. Gögn eru lagð fram sem trúnaðarmál.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar fyrir B hluta stofnanir
Málsnúmer 1904131
Lagðar fram hugmyndir um viðhald og framkvæmdir í veitufyrirtækjum 2020.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020. Gögn eru lagð fram sem trúnaðarmál.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020
Málsnúmer 1904137
Drög að fjárfestingaráætlun Hafnarsjóðs 2020 - 2023.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020. Gögn eru lagð fram sem trúnaðarmál.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2020
Málsnúmer 1904135
Lögð fram þrjú minnisblöð frá fundi félagsmálanefndar 20.maí 2019.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020. Gögn eru lagð fram sem trúnaðarmál.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar 2020
Málsnúmer 1904134
Tillögur frá barnaverndarnefnd vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020. Gögn eru lagð fram sem trúnaðarmál.
10.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2020
Málsnúmer 1904133
Tillögur fræðslunefndar vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020. Gögn eru lagð fram sem trúnaðarmál.
11.
Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2020
Málsnúmer 1904136
Tillögur Íþrótta- og tómstundanefndar vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020. Gögn eru lagð fram sem trúnaðarmál.
12.
Búfjárhald og búfjársamþykkt
Málsnúmer 1811014
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs búfjársamþykkt Fjarðabyggðar. Nefndin samþykkir jafnframt að auglýst verði sérstaklega að bann við lausagöngu stórgripa taki gildi í Fjarðabyggð við samþykkt búfjársamþykktar og eigendur stórgripa verði þannig upplýstir um ábyrgð sína hvað varðar tryggingar.
Bæjarráð vísar búfjársamþykkt til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.
Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ 20.september
Málsnúmer 1906079
Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, verður haldinn föstudaginn 20.september nk. á Hótel Natura.
Bæjarráð samþykkir að Jón Björn Hákonarson fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinn.
14.
Haustþing 2019 11.-12.október
Málsnúmer 1906055
Framlagður til kynningar tölvupóstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um að haustþing SSA fari fram á Borgarfirði Eystri 11.-12.október nk.
15.
Boðun aukalandsþings sambandsins 2019
Málsnúmer 1906066
Boðað er til aukalandsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. september 2019 á Grand hótel Reykjavík til að ræða tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.
Bæjarráð Fjarðabyggðar ásamt bæjarstjóra sækja landsþingið.
16.
Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt Breiðdalur
Málsnúmer 1807140
Framlagt bréf fyrrum fulltrúa í sveitarstjórn Breiðdalshrepps um ráðstöfun innviðaframlaga í dreifbýli að fjárhæð 6.250.000 kr.
Í ljósi yfirlýsingar sem fyrrum fulltrúar sveitarstjórnar Breiðdalshrepps hafa undirritað virðir bæjarráð Fjarðabyggðar vilja þeirra um mikilvægi þess að innviðaframlagi að fjárhæð 6.250.000 kr. verði ráðstafað til innviðauppbyggingar í dreifbýli í Breiðdal. Mun því framlag verða greitt beint til þeirra aðila sem kjörnir fulltrúar ákváðu að beina því til. Sé vilji ábúenda til að nýta áðurgreindan styrk til greiðslu tengigjalda vegna ljósleiðara í dreifbýli Breiðdals þá sé það heimilt.
17.
Stjórnarfundir SvAust 2019
Málsnúmer 1906054
Fundargerð stjórnar SvAust frá 8. maí 2019 lögð fram til kynningar. Jafnframt er ársreikningur fyrir 2018 lagður fram til upplýsinga.
18.
Fundagerðir stjórnar SSA 2019
Málsnúmer 1903047
Lagðar fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSA nr. 12 frá 29.apríl 2019 og fundargerð fyrsta fundar nýrrar stjórnar frá 7.maí 2019.
19.
Hafnarstjórn - 223
Málsnúmer 1906007F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 223 frá 11. júní 2019, lögð fram til umfjöllunar.
20.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 14
Málsnúmer 1906006F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar nr. 14 frá 11.júní 2019, lögð fram til umfjöllunar.