Bæjarráð
628. fundur
2. september 2019
kl.
08:30
-
10:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Lögð fram tillaga að úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2020 til nefnda. Með fylgir greinargerð fjármálastjóra ásamt áætlun um útgönguspá fyrir árið 2019 auk sjóðsstreymisyfirlits. Einnig fylgir samantekt á tillögum nefnda í sumar auk áhrifa á samþykktum bæjarstjórnar um fjölgun stöðugilda.
Bæjarráð samþykkir ramma fjárhagsáætlunar 2020 og vísar vinnu fjárhagsáætlunar til fastanefnda og sviðsstjóra.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í bæjarráði.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að álagningarprósenta fasteignagjalda í Fjarðabyggð á íbúðarhúsnæði verði lækkuð. Mikilvægt er að koma til móts við hækkandi álögur íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu og láta íbúa sveitarfélagsins njóta góðs af lækkandi skuldastöðu bæjarfélagsins. Lagt er til fasteignamatsstuðull íbúðarhúsnæðis fari úr 0,5% í 0,438% sem og holræsa- og vatnsgjöld verði lækkuð um samtals 8 milljónir. Með því er komið til móts við hækkandi fasteignamat á íbúðarhúsnæði undanfarinna ára og stuðlað að verðstöðugleika líkt Samband íslenskra sveitarfélaga hefur mælst til um í anda lífskjarasamninganna en þar er lagt til að á árinu 2020 munu gjaldskrár sveitarfélaga hækka um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga er lægri.
Bókun fulltrúa Fjarðalista, Framsóknarflokks og Miðflokks.
Fulltrúar Fjarðalista, Framsóknarflokks og Miðflokks vilja benda á að vinna við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020 er nú í gangi. Verið er að fara yfir rekstur og þjónustu í nefndum sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegri fjárfestingu. Síðan verður farið yfir álagningarprósentur og aðrar forsendur fyrir rekstri framtíðarinnar. Öllum bæjarstjórnarfulltrúum er það ljóst að sveitarfélagið mun standa við ábyrgð sína gagnvart lífskjarasamningnum eins og áður hefur verið staðfest. Ljóst er einnig að fjölbreytt og kraftmikið samfélag eins og Fjarðabyggð þarf á öflugri þjónustu og fjárfestingum að halda og rými þarf til þess í fjármálum sveitarfélagins. Ef bæjarfulltrúar vilja draga úr álagningu lögbundinna gjalda sem eiga að standa undir slíku þá er nauðsynlegt að þeir hinir sömu leggi fram líka hvaða rekstur og fjárfestingu á að draga úr.
Bæjarráð samþykkir ramma fjárhagsáætlunar 2020 og vísar vinnu fjárhagsáætlunar til fastanefnda og sviðsstjóra.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í bæjarráði.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að álagningarprósenta fasteignagjalda í Fjarðabyggð á íbúðarhúsnæði verði lækkuð. Mikilvægt er að koma til móts við hækkandi álögur íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu og láta íbúa sveitarfélagsins njóta góðs af lækkandi skuldastöðu bæjarfélagsins. Lagt er til fasteignamatsstuðull íbúðarhúsnæðis fari úr 0,5% í 0,438% sem og holræsa- og vatnsgjöld verði lækkuð um samtals 8 milljónir. Með því er komið til móts við hækkandi fasteignamat á íbúðarhúsnæði undanfarinna ára og stuðlað að verðstöðugleika líkt Samband íslenskra sveitarfélaga hefur mælst til um í anda lífskjarasamninganna en þar er lagt til að á árinu 2020 munu gjaldskrár sveitarfélaga hækka um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga er lægri.
Bókun fulltrúa Fjarðalista, Framsóknarflokks og Miðflokks.
Fulltrúar Fjarðalista, Framsóknarflokks og Miðflokks vilja benda á að vinna við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020 er nú í gangi. Verið er að fara yfir rekstur og þjónustu í nefndum sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegri fjárfestingu. Síðan verður farið yfir álagningarprósentur og aðrar forsendur fyrir rekstri framtíðarinnar. Öllum bæjarstjórnarfulltrúum er það ljóst að sveitarfélagið mun standa við ábyrgð sína gagnvart lífskjarasamningnum eins og áður hefur verið staðfest. Ljóst er einnig að fjölbreytt og kraftmikið samfélag eins og Fjarðabyggð þarf á öflugri þjónustu og fjárfestingum að halda og rými þarf til þess í fjármálum sveitarfélagins. Ef bæjarfulltrúar vilja draga úr álagningu lögbundinna gjalda sem eiga að standa undir slíku þá er nauðsynlegt að þeir hinir sömu leggi fram líka hvaða rekstur og fjárfestingu á að draga úr.
2.
Styrkbeiðni til handa Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar
Framlagt bréf Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar þar sem óskað er eftir hærra framlagi til reksturs félagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við bréfritara.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við bréfritara.
3.
Nefndaskipan Fjarðalista 2018 - 2022
Framlögð tillaga Fjarðalista um breytingu á skipan fulltrúa flokksins í nefndir sveitarfélagsins.
Vegna fráfalls Ævars Ármannssonar er Magni Þór Harðarson tilnefndur sem varaformaður safnanefndar og Björgvin Valur Guðmundsson varamaður hafnarstjórnar. Þá tekur Björgvin Valur Guðmundsson sæti varamanns í safnanefnd í stað Magna.
Þá er Grétar Rögnvarsson tilnefndur sem aðalmaður í Hafnarstjórn og Sigríður Margrét Guðjónsdóttir sem aðalmaður í safnanefnd vegna fæðingarorlofs Kömmu Daggar Gísladóttur.
Eva Dröfn Sævarsdóttir tekur sæti varamanns í hafnarstjórn í stað Grétars Rögnvarssonar.
Vegna fráfalls Ævars Ármannssonar er Magni Þór Harðarson tilnefndur sem varaformaður safnanefndar og Björgvin Valur Guðmundsson varamaður hafnarstjórnar. Þá tekur Björgvin Valur Guðmundsson sæti varamanns í safnanefnd í stað Magna.
Þá er Grétar Rögnvarsson tilnefndur sem aðalmaður í Hafnarstjórn og Sigríður Margrét Guðjónsdóttir sem aðalmaður í safnanefnd vegna fæðingarorlofs Kömmu Daggar Gísladóttur.
Eva Dröfn Sævarsdóttir tekur sæti varamanns í hafnarstjórn í stað Grétars Rögnvarssonar.
4.
Samningur um kaup á þjónustu
Bæjarstjóri fór yfir drög að samningi um kaup á þjónustu vegna verklegra framkvæmda. Gögn lögð fram sem trúnaðarmál.
Bæjarstjóra falin frágangur verksamnings.
Bæjarstjóra falin frágangur verksamnings.
5.
Umhverfisdagur Fjarðaáls 3. september 2019
Framlögð dagskrá umhverfisdags Alcoa Fjarðáls 3. september n.k.
Bæjarstjóri sækir fundinn ásamt kjörnum fulltrúum.
Bæjarstjóri sækir fundinn ásamt kjörnum fulltrúum.
6.
Sjávarútvegsfundur 2019
Framlagt fundarboð Sjávarútvegsfundar 2019 en fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. október kl. 13:00 til 15:45 á Hilton Reykjavík Nordica.
Framlagt til kynningar og vísað til hafnarstjórnar.
Framlagt til kynningar og vísað til hafnarstjórnar.
7.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2018
Framlögð til kynningar 53. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 21. ágúst sl.
8.
Hafnarstjórn - 226
Fundargerð hafnarstjórnar frá 26. ágúst sl. lögð fram til umræðu