Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Bæjarráð

635. fundur
21. október 2019 kl. 08:30 - 11:43
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Málsnúmer 1904128
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir 2020 - 2023.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og fræðslustjóra, ásamt starfsfólki leikskólans Dalborgar, að gera þarfa- og kostnaðargreiningu á hvernig útfærsla á færanlegu rými nýtist best við leikskólann Dalborg. Finna þarf lausn til að brúa bilið þar til sveitarfélagið fer í varanlega stækkun á leikskólanum. Einnig að greina og leggja fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og fræðslunefnd, tillögu um hvort farið verði í að leigja eða kaupa færanlegt rými. Tillögu og greiningu skal lokið fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun áranna 2020-2023. Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2020 til áframhaldandi vinnu.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar í A hluta 2020
Málsnúmer 1904130
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun 2020, fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlanir sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar fyrir B hluta stofnanir
Málsnúmer 1904131
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt áætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar í bæjarráði.
Lögð fram framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs fyrir B-hluta stofnanir.
Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020
Málsnúmer 1904137
Fjárfestingaráætlun og launaáætlun Fjarðabyggðarhafna lögð fram til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til frekari vinnslu í hafnarstjórn.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2020 fyrir málaflokka 21, 13, 07 og 03
Málsnúmer 1904138
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra. Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2020
Málsnúmer 1904133
Lokið er yfirferð fræðslunefndar á fjárhagsáætlun 2020 og einnig er lokið fundi formanns fræðslunefndar og fræðslustjóra með bæjarráði og bæjarstjóra. Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi starfs- og fjárhagsáætlun og vísar henni til bæjarráðs. Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2019
Málsnúmer 1809009
Lokið er yfirferð á fjárhagsáætlun 2020 og fundi formanns félagsmálanefndar og félagsmálastjóra með bæjarráði og bæjarstjóra. Félagsmálanefnd hefur samþykkt fjárhagsáætlun vegna ársins 2020 og felur félagsmálastjóra áframhaldandi vinnslu við starfsáætlun. Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun hjúkrunarheimila 2020
Málsnúmer 1905070
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna hefur samþykkt fjárhagsáætlun hjúkrunarheimilanna fyrir árið 2020 og vísað henni til bæjarráðs. Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar 2020
Málsnúmer 1904134
Barnaverndarnefnd Fjarðabyggðar hefur samþykkt starfs - og fjárhagsramma barnaverndarnefndar 2020 og vísar honum til bæjarráðs. Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
10.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2020
Málsnúmer 1909173
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2020, hækki um 2.5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um boðaðan urðunarskatt í gjaldskrá. Tekið fyrir á næsta fundi.
11.
Rekstur málaflokka 2019 TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1904033
Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar fyrir janúar - ágúst 2020, launakostnað og skatttekjur fyrir janúar - september 2019.
12.
Kauptilboð í hesthús að Símonartúni
Málsnúmer 1908038
Kaupandi að hesthúsi að Símonartúni hefur óskað eftir að falla frá samþykktu tilboði sínu, sem bæjarráð samþykkti á fundi 15.ágúst sl., þar sem húsið fer á milli sauðfjárveikivarnalínu og kostnaður og umstang við sótthreinsun er of mikill. Bæjarráð fellst á ósk kaupanda.
13.
Lækkun skulda Breiðdalshrepps við Íbúðalánasjóð
Málsnúmer 1906071
Framlagt svar Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, vegna skulda Breiðdalshrepps við Íbúðalánasjóð. Bæjarráð er ósammála niðurstöðu eftirlitsnefndarinnar og felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að fylgja málinu eftir.
14.
Heilsuefling 65 ára og eldri í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1802096
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði í tveggja ára samstarf við Janus Heilsueflingu ehf. um heilsueflingu eldri borgara á árinu 2020. Bæjarráð samþykkir að fara í verkefnið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa ábyrgð á framhaldi verkefnisins. Vísað til fjárhagsáætlunarvinnu 2020.
15.
Bréf frá leikskólastjórum á Austurlandi
Málsnúmer 1910069
Fyrir liggur bréf frá leikskólastjórum á Austurlandi sem sent er til allra sveitar- og bæjarstjórna á Austurlandi. Erindið hefur fengið ítarlega umfjöllun í fræðslunefnd. Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir að leikskólastigið er mikilvægur hlekkur í skólastarfi landsins.
16.
Endurnýjun á rekstrar- og uppbyggingarsamningum við íþróttafélög í Fjarðabyggð sem reka eigin íþróttaaðstöðu 2020-2022
Málsnúmer 1908079
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gerður verði nýr þriggja ára samningur við íþróttafélög í Fjarðabyggð sem reka eigin íþróttaaðstöðu. Skipting rekstrar- og uppbyggingarstyrkja til næstu þriggja ára verði með sama sniði og verið hefur frá árinu 2014 og hækki styrkir um 2,5% milli ára. Greiðsla og upphæð styrkjanna er háð því að íþróttafélögin efni sinn hluta samninganna. Vísað til bæjarráðs til staðfestingar. Bæjarráð er sammála að hækka styrkfjárhæðir um 2,5% frá 1.janúar 2020.
17.
Jafnréttisstefna 2019-2023
Málsnúmer 1910037
Framlögð er endurskoðuð jafnréttisstefna Fjarðabyggðar 2019-2023 til umfjöllunar og samþykktar félagmálanefndar. Félagsmálanefnd hefur samþykkt jafnréttisstefnu 2019-2023 fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs. Bæjarráð óskar eftir samantekt félagsmálastjóra um endurskoðun jafnréttisstefnu. Bæjarráð vísar jafnréttisstefnu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
18.
Ágóðahlutagreiðsla 2019
Málsnúmer 1910066
Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands er varðar ágóðahlutagreiðslu á árinu 2019. Hlutdeild Fjarðabyggðar í Sameignarsjóði eignarhaldsfélagsins er 5,226% og greiðsla ársins er kr. 2.613.000.-
19.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Málsnúmer 1806029
Kristinn Þór Jónasson tekur sæti varamanns Sjálfstæðisflokks í safnanefnd í stað Jens Garðars Helgasonar.
20.
Aðalfundarboð 2019 - Heilbrigðiseftirlit Austurlands
Málsnúmer 1910047
Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands verður haldinn 30.október kl. 13:30 á Hótel Bláfelli í Breiðdal. Bæjarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd bæjarins.
21.
148.mál til umsagnar tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023,
Málsnúmer 1910094
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Umsagnarfrestur er til 5.nóvember. Bæjarstjóra falið að yfirfara áætlunina og gera athugasemdir ef þörf er á.
22.
Fræðslunefnd - 75
Málsnúmer 1910010F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 75 frá 14.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.
23.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 65
Málsnúmer 1909032F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 65 frá 9.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.
24.
Hafnarstjórn - 229
Málsnúmer 1910013F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 229 frá 14.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.
25.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 244
Málsnúmer 1910011F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 244 frá 14.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.
26.
Félagsmálanefnd - 127
Málsnúmer 1910002F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 127 frá 15.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.
27.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Málsnúmer 1902124
Fundargerðir barnaverndarnefndar nr. 107 og nr. 109, lagðar fram til umfjöllunar.